Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Þjóðaratkvæði-ekkert mál

laugardagur, 5. júní 2004

 

 

Ríkisstjórnin hefur nú náð áttum eftir algert ráðleysi fyrst eftir að forseti Íslands

ákvað að leggja fjölmiðlafrumvarpið undir þjóðaratkvæði.Ráðherrar sögðu í fyrstu,að algert óvissuástand hefði skapast.Var hálfskoplegt að heyra ráðherra taka sér þau orð í munn rétt eins og styrjöld eða nátturuhamfarir hefðu dunið yfir!Ekkert var skýrt í hverju óvissan væri fólgin eða hvað ylli óvissunni.Í mínum huga var þetta mál mjög einfalt: Forseti synjaði lögum staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.Hið eina,sem þurfti að gera

í framhaldi af því var að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Ekki þurfti langan fund á alþingi til þess að afgreiða það mál.

 

  Ætlaði ríkisstjórnin að þrjóskast við ?

 

Svo virðist sem sumir forustumenn ríkisstjórnarflokkanna hafi viljað hindra þjóðaratkvæðagreiðsluna.T.d. sagði Einar K.Guðfinnsson formaður þingflokks

Sjálfstæðisflokksins,að ekki væri sjálfgefið,að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram.Bendir það til þess,að innan Sjálfstæðisflokksins a.m.k. hafi verið upp raddir um það að koma í veg fyrir,að ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu yrðu framkvæmd. Ekkert heyrðist í forsætisráðherra fyrst eftir,að forseti tók ákvörðun sína um synjun á staðfestingu fjölmiðlafrumvarpsins. Við þann drátt vöknuðu grunsemdir um að hann væri ekki ákveðinn í að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram.

 

 Hvað hefði gerst?

 

Hvað hefði gerst ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að hindra þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Þór Vilhjálmsson fyrrverandi lagaprófessor lagði til.Hann sagði,að forseti hefði brotið stjórnarskrána með því að synja staðfestingar á fjölmiðlafrumvarpinu og því ætti ríkisstjórnin ekki að efna til neinnar þjóðaratkvæðagreiðslu.!Ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðum Þórs hefði orðið upplausnarástand í landinu,eins konar uppreisn. Þjóðin hefði ekki látið bjóða sér það, að komið væri í veg fyrir það að ákvörðun forseta lýðveldisins um þjóðaratkvæðagreiðslu næði fram að ganga.Ef slíkt upplausnarástand hefði myndast hefði forseti Íslands ekki átt um neitt annað að velja en að leysa ríkisstjórnina frá störfum og skipa aðra bráðabirgðastjórn,eins konar neyðarstjórn til þess að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Ég tel,að forseti hefði heimild til slíks,ef neyðarástand skapaðist.

 

Ríkisstjórnin sá að sér

 

En sem betur fer sá ríkisstjórnin að sér og ákvað að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram.Ættu stjórnmálamenn nú að sjá sóma sinn í því að snúa bökum saman við framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Formaður Samfylkingarinnar hefur boðið upp á samstarf í málinu. Ríkisstjórnin ætti að taka í þá útréttu sáttarhönd.Það þarf að kynna  málið almenningi á hlutlausan hátt. Sú afstaða forsætisráðherra,að segja,að engir peningar verði látnir í kynningarstarf er óeðlileg.Sú afstaða hlýtur að breytast.

 

Ekki í berhögg við þingræðið

 

Sú ákvörðun forseta að vísa fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu gengur ekki í berhögg við þingræðið.Þessi ákvörðun styrkir lýðræðið, þar eð þjóðin sjálf fær að taka ákvörðun um umdeilt og mikilvægt mál,sem alþingi hefur samþykkt sem lög. Forseti fer samkvæmt stjórnarskránni með löggjafarvaldið ásamt alþingi.Það er í fullu samræmi við það ákvæði að forseti vísi máli til þjóðarinnar. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru algengar í grannlöndum okkar og framkvæmd þeirra er ekkert mál.Væntanlega verða þjóðaratkvæðagreiðslur algengar í framtíðinni og munu þá ekki valda eins miklu uppnámi og nú.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 5.júní  2004

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn