 Á árunum 2004 og 2005 keyptu íslensk fyrirtæki,þar á meðal bankarnir,erlend fyrirtæki fyrir tæpa 500 milljarða.Kaupin námu 210 milljörðum árið 2004 og 265 milljörðum árið 2005.Auk þess var um nokkur kaup að ræða,þar sem verðs var ekki getið í tilkynningum um kaupin og því er ekki unnt að telja þau kaup nákvæmlega með.Markaðsvirði hlutafélaganna,sem stóðu að þessum fyrirtækjakaupum erlendis er alls 1800 milljarðar í lok ársins 2005.Til samanburðar má geta þess,að verg landsframleiðsla í fyrra nemur 970 milljörðum.
Fjárfesting KBbanka mest
Íslensku fyrirtækin keyptu fyrirtæki í yfir 20 löndum en mest er fjárfestingin í Bretlandi,Danmörku og Bandaríkjunum.Um þriðjungur fjárfestingarinnar átti sér stað í Bretlandi.Það félag,sem fjárfesti mest erlendis er KBbanki en fjárfesting þess banka nam 145 milljörðum á umræddu tímabili.Íslensku bankarnir lánuðu íslenskum fyrirtækið mikið fjármagn til kaupa á fyrirtækjum erlendis.-Byggt á upplýsingum frá Kauphöllinni.
Kaup fyrirtækja erlendis voru að miklu leyti fjármögnuð með lántökum erlendis,sem íslensku bankarnir önnuðust.Þessar miklu lántöku sæta nú gagnrýni erlendra mats-og fjármálafyrirtækja.Miklar eignir koma á móti erlendu lánunum. Og yfirleitt hafa kaupin á erlendu fyrirtækjunum tekist vel og þau skilað góðum arði.En ljóst er að full hratt hefur verið farið í fjárfestingu erlendis og að hægja verður á henni.
Björgvin Guðmundsson |