Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kaupmáttur ellilífeyris hefur minnkað um 6,85% frá 1988

miðvikudagur, 27. október 2004

 

 

Ríkisstjórnin talar mikið um það,að  kaupmáttur tekna hafi aukist undanfarin ár.Rétt er það,að kaupmáttur tekna margra hefur aukist  nokkuð en einn hópur hefur orðið útundan:Aldraðir hafa gleymst. Kaupmáttur tekna þeirra eftir skatta hefur minnkað.

Það er vegna þess,að  skattleysismörkin hafa ekki fylgt verðlagsþróun eða launahækkunum.Skattleysismörkin eru í dag 71.270 kr. Ef þau hefðu fylgt hækkun verðlags frá 1988 væru þau í dag 99.557 kr.  en 114.956 kr. ef þau hefðu fylgt launaþróun.Þetta þýðir,að launafólk verður að greiða skatt af  stærri hluta tekna en áður.Skattbyrðin hefur því aukist enda þótt talsmenn ríkisstjórnarinnar haldi hinu gagnstæða fram.Örfáir talsmenn ríkisstjórnarinnar viðurkenna,að skattbyrðin hafi aukist en bæta því þá við,að hins vegar hafi kaupmáttur aukist mjög mikið.

 

Kaupmáttur tekna aldraðra hefur minnkað

 

En hvernig er ástandið í þessum efnum hjá öldruðum?Lítum á dæmigerðan ellilífeyrisþega á árinu 2004,sem hefur nokkurn lífeyri úr lífeyrissjóði: Óskertur grunnlífeyrir og tekjutrygging með eingreiðslum nemur samtals 64.640 kr. á mánuði.45.860 kr. koma úr  lífeyrissjóði. Samtals  gera þetta 110.500 kr.  á mánuði.Samsvarandi tekjur árið 1988 voru 46.114 kr. á mánuði,miðað við greiðslur almannatrygginga 1988 og sömu rauntekjur frá lífeyrissjóði það ár. Kaupmáttur tekna þessa ellilífeyrisþega hefur aukist um 6,3% fyrir tekjuskatt frá 1988. En eftir tekjuskatta( kaupmáttur ráðstöfunartekna) hefur kaupmáttur tekna hans minnkað um 6,85% eða um 7.013 kr. á mánuði.Ef athugað er hvernig kaupmátturinn hefur breytst frá árinu 1990 kemur í ljós,að hann hefur aukist um 2,4% eða um 2.261  kr. á mánuði eftir skatta!Það er öll aukning kaupmáttar aldraðra á því tímabili,sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórnarforustu.

 

Elli-og örorkulífeyrisþegar hafa setið eftir

 

Kaupmáttur lágmarkslauna á almennum vinnumarkaði hefur aukist um 56,1% fyrir tekjuskatt frá árinu 1990.Kaupmáttur greiðslna almannatrygginga hefur hins vegar aðeins aukist um 24,7% á sama tímabili,fyrir tekjuskatt..Lífeyrisþegar Tryggingastofnunar ríkisins hafa því ekki fengið sömu hækkun á lífeyri sínum og verkafólk á almennum vinnumarkaði. Á þessu tímabili hefðu elli-og örorkulífeyrisþegar átt að fá meiri hækkun en aðrir í þjóðfélaginu en þeir hafa setið eftir og fengið minna en aðrir.Ef þeir hefðu fengið hið sama og aðrir væru bætur þeirra nú 16.248 kr. hærri á mánuði en þær eru. Það þarf að leiðrétta þessar bætur.

 

Framangreindar tölur eru úr gögnum,sem fulltrúar eldri borgara ( LEB og FEB) lögðu fyrir fjármálaráðherra á fundi með honum 25.ágúst  2004.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu  27.oktober 2004

 

 

 

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn