Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum

fimmtudagur, 30. mars 2017

Við samanburð á útgjöldum til eftirlauna hér á landi og í nágrannalöndum okkar kemur í ljós,að framlög til eftirlauna eru miklu meiri á hinum Norðurlöndunum og í grannlöndum okkar en hér á landi.Samanlög útgjöld ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema 5,3% af vergri landsframleiðslu hér en í Danmörku,Svíþjóð, í Hollandi og á Bretlandi eru þessi útgj0ld 10% af vergri landsframleiðslu.Það eru því nálægt tvöfalt meiri framlög til eftirlauna í grannlöndum okkar en hér.Ef eing0ngu er litið á framlög ríkisins til eftirlauna en ekki einnig framlög lífeyrissjóða kemur í ljós, að framlagið hér er aðeins fjórðungur framlags Danmerkur eða 2% miðað við 8% í Danmörku. Það er því alveg sama hvar borið er niður. Ísland rekur alls staðar lestina.Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig. Þeir standa sig aðeins vel í munninum og dásama eigin afrek Nýlega sagði Fréttatíminn frá því,að það væri verið að verja 100 milljörðum meira til verlferðarmála á hinum Norðurlöndunum en hér. Almannatryggingarnar áttu að vera fyrir alla ( ÓIafur Thors) Þegar lögin um almannatryggingar voru sett 1947 sagði Ólafur Thors, sem þá var forsætisráðherra í nýsköpunarstjórninni ( Sjálfstæðisflokkur,Alþýðuflokkur og Sósialistaflokkur) ,að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga á Norðurlöndum og þær ættu að vera fyrir alla án tiillits til stéttar eða efnahags. Í dag kveður hins vegar við annan tón hjá formanni Sjálfstæðisflokksins.Nú segir formaðurinn,að lífeyrir aldraðra og öryrkja megi ekki vera hærri en lágmarkslaun, þar eð þá sé enginn hvati fyrir þá að fara út að vinna! Með öðrum orðum formaður Sjálfstæðisflokksins vill senda gamalmenni út á vinnumarkaðinn hvort þeim þau hafa heilsu til þess að vinna eða ekki og síðan tekur ríkið allt í skatta og skerðingar af þeim , sem ,sem fara að vinna! Og ekki þýðiir að slá því fran,að öryrkjar eigi að fara út að vinna; það fer algerlega eftir heilsufari þeirra.Ef Bjarni Benediktsson hefði verið í sporum Ólafs Thors 1946 hefðu íslensku almannatryggingarnar ekki orðið í fremstu röð. Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Noðurlöndum Almanntryggingarnar á Íslandi fóru vel af stað en í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum Svo miklar skerðingar vegna lífeyrissjóða sem hér tíðkast þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Það er búið að eyðileggja almannatryggingar á Ísland.Þær eru ekki svipur sjá sjón miðað við það sem þær voru.Ólafur Thors væri ekki ánægður í dag ef hann sæi hvernig búið er að fara með tryggingarnar og ekki heldur Haraldur Guðmundsson,faðir alannatrygginganna á Íslandi og fyrsti forstjóri þeirra.Segja má,að almannatryggingunum hafi verið greitt náðarhöggið um áramót,þegar grunnlífeyrir var felldur niður og 4500 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga! Þetta gerist vegna þess að þeir sem fjalla um almannatryggingarnar í dag bera ekkert skynbragð á þær; þekkja ekki forsöguna og þeir hafa því stigið stór skref í þá átt að breyta almannatryggungunum í fátækraframfærsu.En það var aldrei meiningin.Þær áttu að vera fyrir alla. Björgvin Guðmundsson Virus-free. www.avast.com


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn