Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLífeyrir aldraðra þarf að hækka myndarlega

fimmtudagur, 31. maí 2007

 

Með því að Samfylkingin er komin í ríkisstjórn  og hefur m.a. með velferðarmálin að gera verður að ætla að  kjör aldraðra verði bætt myndarlega.Kjaramál eldri borgara eru í miklum ólestri og þar þarf virkilega að taka til hendinni.

 

Lífeyrir verður að hækka

 

Hvað  er helst að í kjaramálum aldraðra? Hér skal það rakið:

 Lífeyrir aldraðra er alltof  lágur.Hjá einhleypingum,sem ekki eru í lífeyrissjóði,  er lífeyrir þeirra nú 126 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta en 113 þúsund eftir skatta.Þetta dugar hvergi nærri fyrir framfærslukostnaði.Samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands eru  útgjöld einstaklinga án skatta nú 210 þúsund krónur á mánuði.Það vantar því tæplega 100 þúsund króur á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi fyrir framfærslukostnaði einstaklinga.Þeir eldri borgarar,sem hafa 50 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrirsjóði eru lítið betur settir vegna skatta og skerðinga á tryggingabótum.

 

Þeim,sem eru í lífeyrissjóði, er refsað!

 

Þegar lífeyrissjóðirir voru stofnaðir var reiknað með því að lífeyrir úr þeim mundu verða hrein viðbót á efri árum við lífeyrinn frá almannatryggingum.Aldrei var inn í myndinni,að lífeyrir frá almannatryggingum yrði skertur vegna  lífeyris úr lífeyrirsjóði eins og gert er í dag. Þessa skerðingu þarf að afnema nú þegar.Skerðing lífeyris frá almannatryggingum vegna tekna maka er brot á stjórnarskránni að mínu mati.Einstaklingarnir eru sjálfstæðir og eiga að njóta jafnréttis.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í hinum fræga öryrkadómi að óheimilt væri að skerða tryggingabætur vegna tekna maka.

 

Refsað fyrir að vinna

 

Eldri borgurum hefur verið refsað fyrir að vinna eftir að þeir hafa komist á eftirlaunaaldur.Stjórnvöld hafa sýnt einna mestan skilning á því að leiðrétta  þetta atriði enda hafa þau gert sér það ljóst, aðmikið kæmi aftur til baka í ríkiskassann í formi skatta af vinnutekjum eldri borgara.En ríkisstjórnin hefur enn ekki viljað stíga skefið til fulls í átt  til leiðréttingar á þessu ákvæði.Hún talar nú um að  atvinnutekjur 70 ára og eldri skerði ekki lífeyri almannatrygginga.En  ellilífeyrisaldur er 67 ár en ekki 70 ár.Þess vegna á að miða við 67 ára og  atvinnutekjur þeirra,sem náð hafa þeim aldri eiga ekki að skerða lífeyri almannatrygginga.

 

Skattur af tekjum úr lífeyrissjóði lækki í 10%

 

Skattur af tekjum úr lífeyrissjóði  er sá sami og af atvinnutekjum eða nálægt 36%. Það er óeðlilegt. Nær væri að skatturinn væri 10 % eins  og skattur af fjármagni.

 

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn