
Fjölmiðlar hafa gert mikið úr því,að Samfylkingin mælist í skoðanakönnun Fréttablaðsins með 29,4% fylgi.Segja fjölmiðlar,að þetta sýni,að Samfylkingin sé að tapa fylgi.Þetta er þó svipað fylgi og Samfylkingin hefur mælst með í skoðanakönunum Gallups undanfarna mánuði.Í byrjun nóvember mældist Samfylkingin með 28% fylgi hjá Gallup og í byrjun oktober mældist hún með tæp 29% hjá Gallup. Í September mældist Samfylkingin með 30 % hjá Gallup. Í síðustu Alþingiskosninum fékk Samfylkingin 31%.Allar eru þessar tölur svipaðar.
Vissulega væri æskilegt,að Samfylkingin mældist með enn meira fylgi en ljóst er,að Samfylkingin virðist hafa treyst sig í sessi sem flokkur með í kringum 30% fylgi með 1-2% frávikum upp og niður.
Það sem er áhyggjuefni er hins vegar hvað Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mikið fylgi. En það er sennilega vegna þess,að flokkurinn hefur verið mikið í fjölmiðlum,fyrst vegna landsfundar Sjálfstæðisflokksins og síðan vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík. Mesta fréttin er hins vegar sú hvað Framsókn mælist lág. Hún er með 10% og hefur síðustu mánuði verið með 9-11% fylgi.Þetta er sáralítið hjá flokki sem hefur forsætisráherrann og er alltaf í fjölmiðlum.
Björgvin Guðmundsson
|