Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Stöðva verður mannréttindabrot kvótakerfisins

föstudagur, 12. september 2008

 
 
Sjávarútvegsráðherra hefur lofað  Mannréttindanefnd Sþ. því að kvótakerfið verði endurskoðað. Nefndin segir, að mannréttindi séu brotin á Íslandi með framkvæmd kerfisins.Ekkert er þó farið að gera enn varðandi endurskoðun kerfinsins.Óánægja með kerfið eykst nú. Sjómaður,Ásmundur Jóhannsson frá Sandgerði, réri kvótalaus til þess að  mótmæla ranglæti kerfisins. Hann verður sjálfsagt ákærður. Hann segir,að það sé í góðu lagi. Hann muni kæra niðurstöðu dómsins hér til Mannréttindadómstóls Evrópu. Búist er við að margir muni á næstunni fylgja fordæmi sjómannasins frá Sandgerði og róa kvótalausir til þess að mótmæla ranglátu kerfi. Er búist við að hreyfing muni myndast og  landsmenn rísa upp gegn hinu rangláta kerfi. Ég fagna  því ,ef svo verður. Kvótakerfið er ranglátt. Það var sett á með ranglátum hætti og framkvæmt á ósanngjarnan hátt samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar Sþ.
 
Mesta ranglæti Íslandssögunnar
 
 
Kvótakerfið og framkvæmd þess er mesta ranglæti Íslandssögunnar. Það  er verið að úthluta tiltöklulega fáum útvöldum fríum gæðum,sem þeir hafa síðan geta braskað með og selt fyrir milljarða króna. Margir hafa gengið út úr greininni með fullar hendur fjár  enda þótt þeir hafi fengið gæðin frí.Þetta eru mannréttindabrot.Það eiga allir þegnar að sitja við sama borð og  það jafnrétti er stjórnarskrárvarið.Ég tel,að með því að mismuna þegnunum eins og gert er  í kvótakerfinu sé verið að brjóta stjórnarskrána.
 
Kvótamálinu ítt út af borðinu í kosningunum
 
Í þingkosningunum 2003  lagði Samfylkingin höfuðáherslu á kvótakerfið og nauðsynlegar breytingar á því. Flokkurinn setti þá  fram tillögur um svonefnda fyrningarleið til þess að  afnema kerfið smátt og smátt. Æ fleiri hafa séð,að það er skynsamleg leið. Samfylkingin náði ágætum árangri í kosningunum 2003 en þó var sagt,að gagnrýnin á kvótakerfið hafi ekki fengið nægilegan  hljómgrunn. Ég er ekki sammmála því. Í kosningunum 2007 minntist Samfylkingin varla á kvótakerfið.Hvað hafði gerst? Jú  flokkurinn ítti málinu út af borðinu til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu.Þetta var forkastanlegt. Það var búið að boða félagshyggjustjórn en síðan fengu landsmenn ríkisstjórn með íhaldinu áfram. Breytingin var aðeins sú,að Samfylkingin kom inn í stað Framsóknar.Þetta voru mikil vonbrigði. En það hefði mátt réttlæta það ,ef Samfylkingin fengi einhver mikilvæg stefnumál framkvæmd. Það hefur ekki orðið enn en vonandi verður svo. Það var hvergi samþykkt í Samfylkingunni að íta kvótamálinu út af borðinu. Ákvörðun um það virðist hafa verið tekin af forustu flokksins.Ég er mjög óánægður með það og mótmæli því hér með sem félagsmaður í Samfylkingunni og frambjóðandi í síðustu kosningum.
 
Ég vænti þess samt,að Samfylkingin sjái til þess að gerðar verði róttækar  breytingar á kvótakerfinu í samræmi við óskir Mannréttindanefndar Sþ. Það verður að  breyta kerfinu þannig,að hætt verði að brjóta  mannréttindi.Það er lágmarks breyting.
 
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Fréttablaðinu 11.sept.  2008


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn