Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnKvótafrumvarp: Verið að svíkja kosningaloforðin um fyrningarleið

miðvikudagur, 5. október 2011

Miðað við þau drög að kvótafrumvarpi,sem Jón Bjarnason ráðherra hefur lagt fram, er ætlunin að svíkja kosningaloforð stjórnarflokkanna í málinu. Stjórnarflokkarnir lofuðu að innkalla allar aflaheimildir á allt að 20 árum (fyrningarleið) og úthluta þeim á ný á sanngjarnan og réttlátan hátt, þannig að nýir aðilar kæmust inn í greinina og dreifðar byggðir út um land fengju veiðiheimildir á ný.Samkvæmt þeim drögum,sem lögð hafa verið fram, er ætlunin að úthluta megninu af veiðiheimildunum til handhafa kvótanna ( kvótakónganna) til 15-20 ára(nýtingarréttur).Þessi hugmynd um að festa forréttindi kvótakónganna í sessi til langs tíma er forkastanleg og alger svik á kosningaloforðum Samfylkingarinnar í málinu og VG samþykkti stefnu Samfylkingarinnar í kvótamálinu, þegar stjórnin var mynduð.Ef þetta verður að veruleika er verr af stað farið en heima setið, þar eð í stað þess að fá veiðiheimildir til eins árs í senn eins og nú fengju útgerðarmenn veiðiheimildir í 15 eða 20 ár.Samfylkingin lagði áherslu á það í kosningastefnuskrá sinni, að forrettindi útgerðarmanna í kvótamálum yrðu afnumin.Staðfest yrði í stjórnarskrá, að þjóðin ætti sjávarauðlindina (veiðiheimildir) og auðlindagjald yrði hækkað.Það gengur þvert á stefnu Samfylkingarinnar að festa í sessi til langs tíma forréttindi kvótakónganna.Sagt er að mynda eigi svokallaða potta, 15-20% veiðiheimilda eftir 15 ár,sem dreifðar byggðir og nýir aðilar eigi að fá úthlutað úr. Hugsunin á bak við þessa potta er góð en bæði er að hlutdeild pottanna er of lítil og það tekur of langan tíma að mynda þá. Best að bjóða upp veiðiheimildirnar Ríkisstjórnin er nú búin að vera með kvótamálið í fanginu í rúm 2 ár.Niðurstaða svokallaðrar sáttanefndar gekk þvert á stefnu Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar. Meirihluti nefndarinnar lét undan kröfum LÍÚ og ljáði máls á því, að útgerðarmenn fengju kvótana á leigu til langs tíma, margra áratuga. Nefndin mátti vita miðað við kosningaloforð og stefnu ríkisstjórnarinnar, að það gengi ekki.Það verður að vera sátt við þjóðina,sátt við kjósendur um þá leið sem farin er í þessu máli. Það er ekki LÍÚ,sem á að ráða ferðinni.Þjóðin á kvótana og hún á að ráða en ekki LÍÚ.Úr því, sem komið er tel ég farsælast og réttlátast að bjóða upp mestallar aflaheimildir á frjálsum markaði. Þá mundu allir njóta jafnréttis. Síðan mætti eftir sem áður hafa potta, t.d. 20-25% aflaheimilda til þess að úthluta dreifðum byggðum o.fl. Þau rök hafa heyrst gegn uppboðsleiðinni,að hinir fjársterku gætu þá keypt alla kvótana á uppboðsmörkuðum.Víst er það gild röksemd og til þess að hamla gegn því að auðugir útgerðarmenn gætu keypt of stóran hlut kvótanna mætti hafa minni hlutdeild aflaheimilda á uppboðsmarkaði, t.d. 50-60% og síðan mætti úthluta ákveðnu magni á hefðbundinn hátt og láta ákveðið magn í potta. Samfylkingin getur ekki svikið kjósendur Ég skora á þingmenn Samfylkingarinnar að gera nauðsynlegar breytingar á kvótafrumvarpi Jóns Bjarnasonar.Annað hvort þarf að láta meiri hluta aflaheimilda á uppboðsmarkað eða að stórauka pottana og stytta leigutímann. Helst þyrfti að stytta leigutímann niður í 2-3 ár.Leigutíminn er 1 ár í senn í dag og það eru engin rök fyrir því að lengja leigutímann.Gleymum því ekki að þjóðin á sjávarauðlindina,hún á kvótana. Þjóðin á ekki að þurfa að semja við útgerðarmenn um það hvernig þeir fái að nýta þessa auðlind. Þjóðin getur ákveðið það einhliða og tilkynnt útgerðarmönnum þá ákvörðun.Ef Samfylkingin samþykkir frumvarp Jóns Bjarnasonar mun fylgið hrynja af Samfylkingunni, þar eð kjósendur líta á samþykkt frumvarpsins sem svik við stefnu Samfylkingarinnar í málinu.Ég treysti því á þingmenn Samfylkingarinnar að gera nauðsynlegar breytingar á frumvarpinu. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 10.mai 2011


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn