
Seðlabankinn gagnrýnir harðlega framkvæmd á einu helsta kosningaloforði Framsóknar í síðustu kosningum,þ.e. hækkun íbúðalána í 90%.Sennilega hefur þetta kosningaloforð átt stærsta þáttinn í því,að Framsókn bætti við sig fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar og tryggði þar með áframhaldandi óbreytta ríkisstjórn.Kennir Seðlabankinn framkvæmd á þessu kosningaloforði um allt sem aflaga hafi farið í efnahagslífinu,mikilli útlánaaukningu,vaxtahækkun,mikilli verðbólgu og stórauknum viðskiptahalla. Minna má nú ekki gagn gera.
Seðlabankinn kominn út fyrir sitt svið
Seðlabankinn segir,að það sé óviðunandi,að hafa óbreytt ástand á íbúðalánamarkaðnum.Samkeppni sé ekki á jafnréttisgrundvelli.Það er engu líkara en Seðlabankinn sé kominn í pólitík. Það er ekki hlutverk Seðlabankans að ákveða hvort Íbúðalánasjóður starfar í óbreyttri mynd. Það er stjórnmálaleg ákvörðun. Ef alþingi og ríkisstjórn vill halda óbreyttu kerfi og láta Íbúðalánasjóð halda ríkisábyrgðinni þá kemur Seðlabankanum það ekkert við. Það er ekkert nýtt, að Íbúðalánasjóður starfi á þann hátt sem hann starfar með ríkisábyrgð. Það eina sem er nýtt er það,að viðskiptabankarnir hafa allir farið að væla yfir samkeppninni við Íbúðalánasjóð. Og Seðlabankinn hefur tekið undir væl viðskiptabankanna.
Björgvin Guðmundsson |