Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnSamfylkingin verður að breyta þjóðfélaginu

þriðjudagur, 5. júlí 2005

Samfylkingin verður að breyta þjóðfélaginu

Samfylkingin hefur kosið sér nýjan leiðtoga,Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.Hún var kosinn formaður Samfylkingarinnar í beinni kosningu flokksmanna og úrslitin kunngjörð á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir skömmu.Ingibjörg Sólrún er öflugur stjórnmálamaður,sem sýndi mikla leiðtogahæfileika,er hún leiddi Reykjavíkurlistann í Reykjavík og hún gegndi starfi borgarstjóra með prýði.. Miklar vonir eru bundnar við hana sem leiðtoga Samfylkingarinnar.Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar,Össur Skarphéðinsson, stóð sig mjög vel sem formaður.Hann tók við flokknum á erfiðum tíma,þegar hann var í mótun og flokkurinn átti á brattann að sækja.En Össur er mikill baráttumaður og elfdist við hverja raun. Honum tókst að koma Samylkingunni í yfir 30% fylgi.Undir hans stjórn sannaðist, að sameining jafnaðarmanna á Íslandi hafði tekist.

Mörg mikilvæg verkefni

Mörg mikilvæg verkefni bíða nú Samfylkingarinnar.Mikilvægasta verkefnið er að breyta íslensku þjóðfélagi í anda jafnaðarstefnunnar.Það þarf að binda endi á misréttið í íslensku þjóðfélagi,stöðva misskiptinguna og leiðrétta hana og koma á lýðræðislegum stjórnarháttum,þar sem valdníðsla og misbeyting valds á ekki heima. Í stjórnartíð íhalds og Framsóknar hefur misskipting í þjóðfélaginu stóraukist. Þeir ríku hafa orðið ríkari og þeir fátæku fátækari.Stórfelldir fjármunir hafa verið færðir til örfárra aðila gegnum hið rangláta kvótakerfi og með framkvæmd græðgisstefnunnar í viðskiptalífinu.Nokkrum aðilum var úthlutað ókeypis fiskveiðiréttindum í sameiginlegri auðlind landsmanna,sem samkvæmt lögum er sameign þjóðarinnar.Þeir hafa síðan geta braskað með þessi réttindi og selt fyrir óhemju mikla fjármuni.Á sama tíma er greinin lokuð nýjum aðilum.Það er brýnasta málið í dag að leiðrétta þetta mesta ranglæti Íslandssögunnar.Það verður Samfylkingin að gera.Stórauka þarf einnig eftirlit með fjármálabraski og stöðva það að bankarnir fari út í rekstur,sem samrýmist ekki hlutverki þeirra lögum samkvæmt. Afmá verður þann blett á íslensku samfélagi sem fátæktin er. Og leiðrétta verður óviðunandi kjör aldraðra og öryrkja. Hér er eitt brýnasta verkefni Samfylkingarinnar.Það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja og bætur atvinnulausra þannig,að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi af tryggingabótum.Núverandi ríkisstjórn skellir skollaeyrum við öllum kröfum samtaka aldraðra um hækkun lífeyris og dæmi eru um það,að ráðherrar hafi kvartað yfir skrifum aldraðra um úrbætur og að þeir hafi varla viljað ræða við fulltrúa aldraðra. Málefnin aðalatriðið Verkefni Samfylkingarinnar eru vissulega næg.Forustumenn Samfylkingarinnar tala mikið um að þeir vilji komast í ríkisstjórn eftir næstu kosningar og það er vissulega eðlilegt markmið hjá næst stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar.En aðalatriðið er þó að koma fram stefnumálum Samfylkingarinnar,stefnu jafnaðarmanna.Það er ekkert gagn í því að fara í ríkisstjórn,ef stefnumál jafnaðarmanna nást ekki fram.Ég tel að forgangsmálin eigi að vera leiðrétting á hinu rangláta kvótakerfi og stórfelld lagfæring á kjörum aldraðra og öryrkja.

Sameiningin hefur tekist vel

Samfylkingin var mynduð af Alþýðuflokknum,Alþýðubandalaginu,Kvennalistanum og Þjóðvaka. Þessi sameining hefur tekist mjög vel og skapað þann sterka flokk sem Samfylkingin er í dag.Flokksmenn líta í dag á sig sem Samfylkingarmenn,sem jafnaðarmenn en kenna sig ekki við hina gömlu flokka,sem stóðu að sameiningunni. Það ef því út í hött,þegar sjálfstæðismenn eru að tala um að áhrif Alþýðuflokksmanna séu lítil í Samfylkingunni.Í nýjum flokki snúast málin ekki um áhrif eða áhrifaleysi fyrrverandi flokka. Sem fyrrverandi Alþýðuflokksmaður get ég sagt,að ég er mjög ánægður með sameininguna og hinn nýja flokk.Ég tel stefnu Samfylkingarinnar vera í anda jafnaðarstefnunnar og forustumenn flokksins hafa tryggt að svo yrði.Ég er ánægður með þróun mála í Samfylkingunni. Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn