 Árið 1990 flutti Björgvin Guðmundsson tillögu til þingsályktunar um styttingu vinnutíma. Tillagan hljóðaði svo: “Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar launa. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.”
Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. |