Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Gott framtak Steinunnar Valdísar borgarstjóra

mánudagur, 12. desember 2005

 

 

Undanfarna mánuði  hefur ríkt vandræðaástand í leikskólum Reykjavíkurborgar vegna manneklu.Það hefur ekki tekist að fá nægilega marga starfsmenn  vegna lágra launa.Lág laun í ýmsum umönnunarstörfum,t.d. á hjúkrunarheimilum aldraðra  eru til skammar.Allir virðast sammála  um að hækka þurfi laun fólks í þessum störfum.Rekstur leikskóla og hjúkrunarheimila er svo mikilvægur,að menn geta ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig ástandið væri,ef þessi rekstur stöðvaðist.

 

 Afstýrði stöðvun leikskólanna

 

 Borgarstjórinn í Reykjavík,Steinunn Valdís Óskarsdóttir, tók á sig rögg og beitti sér fyrir myndarlegri hækkun á launum aðstoðarfólks á leikskólum nú fyrir skömmu er gera þurfti nýja samninga við þetta fólk og aðra,er vinna samkvæmt samningum Eflingar hjá Reykjavíkurborg.Steinunn Valdís sýndi mikla röggsemi  og kjark,er hún gerði þessa samninga.Ef til vill afstýrði hún stöðvun leikskólanna með þessum nýju samningum.Hún á þakkir skilið fyrir.

 

Ómaklegar árásir á borgarstjóra

 

Það hefði mátt ætla,að  almenn ánægja mundi ríkja eftir gerð þessara samninga. En það er nú öðru nær. Það hefur verið  ráðist harkalega á Steinunni Valdísi,borgarstjóra, vegna samninganna. Málsmetandi stjórnmálamenn og bæjarstjórar hafa verið þar fremstir í flokki. Og hver er ástæðan?” Jú, samningarnir geta valdið verðbólgu og komið af stað launaskriði”.Ja,heir á endemi.Eiga nú nokkrir ófaglærðir  starfsmenn á lægstu launum á leikskólum borgarinnar að geta ógnað stöðugleikanum. Ríkið hefur gert fjölmarga samninga á undanförnum misserum,sem hafa verið mun varasamari að þessu leyti til en umræddir samningar Rvíkurborgar. Og hinn nýi  útvarpsstjóri ríkisútvarpsins hefur nýlega ráðið fjölmarga nýja starfsmenn  frá Stöð 2 á ofurlaunum.Það þarf að upplýsa um þau laun. Í einkageiranum tíðkast miklar yfirborganir og ofurlaun. Forstjórar fyrirtækjanna skammta sér milljónir í laun á mánuði.Bankastjórar og  bankaráðsformenn  hafa himinhá laun og taka sér hundruð milljóna á grundvelli kaupréttarsamninga..En laun  aðstoðarmanna á leikskólum voru rúmar eitt hundrað þúsund kr. á mánuði. Hækkun þeirra ógnar engum stöðugleika.

 

Á ekki að valda verðbólgu

 

 Hækkun lægstu launa á ekki að vera öðrum,sem hafa góð laun, tilefni til þess að krefjast kauphækkunar. Menn verða um hríð að sætta sig við að launabilið minnki. Hækkun lægstu launa hjá Reykjavíkurborg  á ekki að valda verðbólgu eða launaskriði.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn