
Ýmsir eru að velta því fyrir sér hvort það athæfi forsætis-og utanríkisráðherra Íslands að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða hafi verið lögbrot eða ekki,þ.e. hvort það hafi verið ólöglegt að láta Ísland lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. Ég tel,að svo hafi verið. Í lögum um þingsköp alþingis segir,að öll mikilvæg utanríkismálefni sé skylt að leggja fyrir utanríkismálanefnd.Stuðningur við innrás í Írak var ekki lagður fyrir utanríkismálanefnd.Lög þar um voru því brotin.Í stjórnarskránni segir,að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni.Það var ekki gert,þegar ákvörðun var tekin um að lýsa yfir stuðningi við innrás í Írak .Ég tel,að þar hafi verið um mikilægt stjórnarmálefni að ræða,sem leggja hafi átt fyrir ráðherrafund.Með því að gera það ekki var stjórnarskráin brotin.Auk þess tel ég,að alger stefnubreyting hafi orðið í utanríkismálum Íslands með því að lýsa yfir stuðningi við árás á annað ríki.Árásin naut ekki stuðnings Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og því var hún brot á alþjóðalögum.Breytinguna á utanríkisstefnu Íslands átti að ræða á alþingi.
Björgvin Guðmundsson
|