Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnVerkalýðshreyfingin verður að herða sig

föstudagur, 27. janúar 2006

 

 

Hér á árum áður,þegar afkoma fyrirtækjanna í landinu var í járnum, var það jafnan viðkvæði atvinnurekenda,að  atvinnureksturinn þyldi ekki að veita verkafólki kjarabætur.Í dag er afkoma fyrirtækjanna allt önnur.Þau græða á tá og fingri og sum þeirra vita ekki aura sinna tal.En samt er spiluð sama platan og áður: Atvinnureksturinn þolir ekki kauphækkanir.Maður gæti haldið,að fyrirtækin héngju á nástrái.

 

Bæta verður kjör láglaunafólks

 

Á meðan atvinnureksturinn var í járnum og sum fyrirtæki rekin með tapi var það afsakanlegt,að verkalýðshreyfingin færi varlega í kröfugerð. En í dag þegar fjöldi fyrirtækja en rekinn með ofsagróða og atvinnureksturinn í heild stendur vel  er ekki réttlætanlegt,að verkalýðshreyfingin haldi að sér höndum.Verkalýðshreyfingin verður að herða sig. Hún verður að gera kröfu til þess að launþegar fái réttláta hlutdeild í góðærinu. Og fyrst og fremst verður verkalýðshreyfingin að berjast fyrir leiðréttingu á launum hinna lægst launuðu. Það er til skammar,að laun hinna lægst launuðu séu aðeins rúmar 100 þúsund krónur í miklu góðæri og þegar fyrirtækin skila miklum gróða. Ef ekki er unnt að bæta kjör láglaunafólks nú þá er það aldrei mögulegt.

 

Nú er lag

 

Mér finnst verkalýðshreyfingin orðin full værukær.Hún verður að taka sér tak og herða sig verulega. Nú er lag til þess að bæta verulega kjör launþega.Ekki er nauðsynlegt,að allar kjarabætur verði í formi kauphækkana. Ýmis önnur hagsmunamál  launþega geta einnig komið að gagni. Aðalatriðið er það að nota góðærið til þess að þrýsta kjörum launþega upp.

Það má ekki dragast lengi.Enda þótt samningar séu ekki lausir er strax unnt að undirbúa kröfugerðina og byrja að reka áróður fyrir réttlátum kröfum launafólks.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Blaðinu 3.febrúar 2006N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn