Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnn svíkur aldraða og öryrkja

miðvikudagur, 1. maí 2013

Það er nú endanlega ljóst, að ríkisstjórnin ætlar að svíkja aldraða og öryrkja um kjarabætur, sem þessir hópar eiga rétt á.Hér á ég við kjaraskerðinguna frá 1.júlí 2009, sem lofað var að yrði afturkölluð.Í athugasemdum með frumvarpinu um kjaraskerðinguna var sagt, að kjaraskerðingin væri tímabundin vegna efnahagsástandsins og þáverandi félagsmálaráðherra, sem lagði frumvarpið fram, sagði að kjaraskerðingin ætti að gilda í 3 ár.Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn sættu einnig tímabundinni kjaraskerðingu en sú kjaraskerðing var afturkölluð fyrir einu ári eða í desember 2011.Hér er því verið að mismuna þegnunum gróflega.Það er því verið að brjóta lög um málefni aldraðra en samkvæmt þeim lögum má ekki mismuna eldri borgurum.Þeir eiga að sitja við sama borð og aðrir í þjóðfélaginu. Brot á umbótaáætlun Samfylkingarinnar Ef ríkisstjórnin hefði ætlað að afturkalla umrædda kjaraskerðingu árið 2013, kosningaárið,hefði frumvarp þar um verið lagt fram fyrir 30.nóvember sl. Þá rann út frestur til þess að leggja fram frumvörp, sem átti að afgreiða fyrir áramót.Það sama gilti um breytingar á fjárlagafrumvarpinu.Ég spurði forsætisráðherra um mál þetta á fundi en hún sá enga möguleika á því að efna fyrirheitið um afturköllun á árinu 2013.Ég sagði þá, að Samfylkingin gæti ekki farið í kosningar vorið 2013 án þess að efna fyrirheitið um afturköllun kjaraskerðingarinnar áður. Það þýðir ekkert að samþykkja siðareglur og umbótaáætlun í stjórnmálum, ef ekkert er farið eftir þeim samþykktum.Samkvæmt umbótaáætlun Samfylkingarinnar á heiðarleiki að gilda í stjórnmálunum.Það er ekki heiðarleiki að svíkja gefin loforð og mismuna þegnunum gróflega. Velferðarráðherra hundsar ályktanir eldri borgara Sá ráðherra,sem ber höfuðábyrgð á því, að ekki er staðið við afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009 er velferðarráðherra.Það er búið að senda honum fjölmargar ályktanir frá samtökum eldri borgara, þar sem þess hefur verið krafist, að kjaraskerðingin frá 2009 verði afturkölluð.Bæði kjaramálanefnd Landssambands eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara hafa samþykkt slíkar ályktanir.En ráðherrann hefur ekkert gert með þessar ályktanir.Þær hafa lent í salti í ráðuneytinu.Þegar ráðherrar hafa verið spurðir um þetta mál á undanförnum mánuðum hafa þeir gjarnan svarað, að það væri verið að endurskoða lög um almannatryggingar eins og sú endurskoðun ætti að koma í stað afturköllunar kjaraskerðingarinnar frá 2009.Með þeirri afstöðu er öldruðum og öryrkjum sýnd alger óvirðing.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 2009 rétt eins og ráðherrar og alþingismenn, sem fengu afturköllun á þeirri kjaraskerðingu,sem þeir urðu fyrir.Endurskoðun almannatrygginga kemur ekki í stað þeirrar leiðréttingar.En auk þess hefur ekki verið staðið við að leggja fram frumvarp um endurskoðun TR fyrir áramót eins og lofað hafði verið.Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á 20-30% hækkun lífeyris vegna kjaraskerðingar og kjaragliðnunar á stjórnartíma ríkisstjórnarinnar.Á tímabilinu 2009-2012 hækkuðu laun (láglaunafólks) mikið meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um 20-30 %. Klipið af hækkun um áramót í þriðja sinn ASÍ telur, að aldraðir og öryrkja eigi rétt á 11.000 króna hækkun lífeyris um áramótin 2012/2013 en ríkisstjórnin ætlar aðeins að hækka lífeyrinn um rúmlega helming þessarar upphæðar. Ríkisstjórnin ætlar því í viðbót við annað að klípa af lögmætri hækkun lífeyris um áramót.Er það í samræmi við framgöngu ríkisstjórnarinnar áður gagnvart lífeyrisþegum en ríkisstjórnin kleip af bótum aldraðra og öryrkja strax við gildistöku nýrra kjarasamninga 2011 og aftur um áramótin 2011/2012. Það er hoggið aftur og aftur í sama knérunn. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 5.jan. 2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn