Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hvers vegna þarf að selja Símann?

fimmtudagur, 28. apríl 2005

Hvers vegna er nauðsynlegt að selja Símann til einkaaðila? Gengur rekstur hans í höndum ríkisins illa?Svarið við þessum spurningum er þetta: Það er engin nauðsyn að selja Símann.Rekstur hans í höndum ríkisins gengur mjög vel. Í rauninni malar Síminn gull fyrir eiganda sinn,ríkið.Hér áður var það aðalröksemdin fyrir einkarekstri,að sá rekstur gengi betur en ríkisrekstur.Þegar tap var á ríkisfyrirtækjum var þess gjarnan krafist að þau yrðu einkavædd þannig,að þau færu að skila hagnaði. En þessi röksemd á ekki við um Símann.Þetta fyrirtæki hefur skilað milljörðum í hagnað á hverju ári um langt skeið og hefur fært ríkinu ómældar tekjur.Það finnast því engin rök fyrir einkavæðingu fyrirtækisins.Algengasta slagorð einkarekstursmanna er að ekki megi hafa fyrirtæki í samkeppnisrekstri í höndum ríkisins.Þetta er rugl.Það er unnt að hafa fyrirtæki í eigu ríkisins í hlutafélagsformi eða í öðru formi með takmarkaðri ábyrgð og sjálfstæðum fjárhag þó ríkið eigi þau að mestu eða öllu leyti.Aðalatriðið er að þau fái ekki ríkisstyrki og ríkið leggi þeim ekki til neina fjármuni þannig að þau sitji við sama borð og einkafyrirtæki í sömu grein.Síminn hefur einmitt um nokkurt skeið verið hlutafélag og ekki notið neinna sérréttinda umfram einkafyrirtæki í sömu grein. Ástæðan fyrir því, að ætlunin er að einkavæða Símann er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einkarekstur á stefnuskrá sinni og hefur ákveðið að einkarekstur gildi um Símann.Við því er ekkert að segja. Þetta er stefna Sjálfstæðisflokksins. En samvinnuflokkurinn Framsókn drattast með og samþykkir að einkavæða þetta fyrirtæki.Það er gagnrýnisvert.Framsóknarflokkurinn var stofnaður til þess að koma á samvinnurekstri. Flokkurinn var ekki stofnaður til þess að hjálpa Sjálstæðisflokknum við að koma bestu ríkisfyrirtækjum landsins í hendur einkaaðila.En Framsókn hefur gleymt stefnu sinni og vill allt vinna til þess að fá að sitja í ríkisstjórn með íhaldinu og leggur sérstaka áherslu á að fá að stýra fundum ríkisstjórnar. En þetta kostar sitt.Þetta kostar Framsókn mörg stefnumál. Blöðin sögðu frá því fyrir stuttu,að formenn stjórnarflokkanna hefðu náð samkomulagi um sölu Símans. Hvað þýðir það? Jú það þýðir að þeir höfðu komið sér saman um hvaða einkavinir ættu að fá að kaupa þetta góða fyrirtæki,sem ríkið og almenningur í landinu hafði byggt upp. Þeir höfðu valið fyrrum Sambandsmenn og íhaldsmenn úr hópi einkavina,sem máttu kaupa fyrirtækið og maka krókinn á því.Helmingaskiptin skyldu halda áfram.Braskið með ríkisfyrirtækin skyldi halda áfram. Agnes Bragadóttir blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar grein um mál þetta í Mbl. 11. apríl sl. og er ómyrk í máli: “Við Íslendingar getum ekki látið bjóða okkur eitt þjóðarránið enn”,segir hún. Hún kallar úthlutun fiskimiðanna til örfárra útvaldra þjóðarrán og sölu bankanna til einkavina sömuleiðis.Hún vill,að Íslendingar vakni og stöðvi enn eitt þjóðarránið. Orð í tíma töluð hjá Agnesi.---------------------------------------------------------------------------------------------- Björgvin Guðmundsson Birt í Fréttablaðinu 28.apríl 2005


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn