Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHörð gagnrýni félagsmálaráðherra á viðskiptabankana

sunnudagur, 14. mars 2004

 

 

Árni Magnússon félagsmálaráðherra flutti ræðu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins og gagnrýndi harðlega þátt viðskiptabankanna í atvinnulífinu að undanförnu. Sagði hann,að viðskiptabankarnir hefðu brytjað niður íslensk fyrirtæki til þess eins að skapa sér sem mestan eigin gróða.Áður hefði það verið hlutverk  bankanna að þjóna almenningi.Nú virtist hlutverkið vera það að græða sem mest.

 

Vantar félagslegt réttlæti

 

Árni Magnússon sagði m.a. í ræðu sinni:”Er það raunverulega svo,að eðlilegt sé að einstakir viðskiptabankar verji mestum kröftum sínum  og fjármunum, jafnvel með stórkostlegum erlendum lántökum, í að brytja  niður fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi til hagnaðar fyrir sjálfa sig? Aldrei verður sátt um  aukið frelsi fjármagns nema því fylgi félagslegt réttlæti. Þar bera fyrirtækin  ábyrgð og verða að axla hana.”

 

Samþjöppun í verslun

 

Félagsmálaráðherra ræddi einnig samþjöppun í verslun og sagði: "Verslunar-og þjónustufyrirtæki hafa á sama tíma stækkað gífurlega,völd þeirra gagnvart smærri fyrirtækjum,ekki síst  smærri framleiðslufyrirtækjum eru mikil.Þræðirnir liggja svo víða,að helst minnir á vef risavaxinnar köngulóar.Þessi stórfyrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hverjir fái lifað of hverjir skuli deyja.”

 

Gagnrýni  á Valgerði Sverrisdóttur

 

Margir  undrast það  hvers vegna Árni Magnússon flutti umrædda ræðu.Málið er ekki  á hans sviði. Það heyrir undir iðnaðar-og viðskiptaráðherra og því hefði verið eðlilegt að Valgerður Sverrisdóttir tæki málið upp ef talin var þörf á því. Talið er víst,að Árni Magnússon hafi flutt ræðuna með vitund og vilja formanns Framsóknarflokksins. Var talið nauðsynlegt að koma höggi á Valgerði? Hún   hefur ekkert aðhafst enda þótt margir telji,að bankanir séu komnir  út fyrir sitt svið með afskiptum af atvinnulífinu.

 

“Aumkunarvert hlutskipti Framsóknar”

 

Steingrímur J.Sigfússon formaður VG sagði í tilefni af ræðu Árna Magnússonar,að hlutskipti Framsóknar væri aumkunarvert. Framsókn hefði ásamt Sjálfstæðisflokki einkavætt bankana og komið hér á óheftu frelsi. Nú væri Árni Magnússon að gagnrýna eigin verk  ríkisstjórnarinnar í þessu efni. En ummæli Árna hefðu enga þýðingu,þar eð þeim fylgdu ekki neinar athafnir. Nærtækast væri að hætta við einkavæðingu Símans ef menn vildu gera eitthvað í málunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn