Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Fyrna á aflaheimildir á 15-20 árum

föstudagur, 2. desember 2011

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra,ræddi auðlindamálin í áramótaávarpi sínu um sl. áramót.Henni fórust m.a. svo orð: Auðlindir sjávar,orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti, sem fólgin eru í vatninu,jafnt heitu sem köldu,eiga að vera sameign þjóðarinnar og þannig þarf að ganga frá málum að arðurinn renni með sanngjarnari hætti en verið hefur til allra Íslendinga.” Einar K.Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins túlkar þessi ummæli þannig í Mbl., að forsætisráðherra vilji,að nýtingarrétti orkuauðlinda og fiskveiðiauðlindarinnar sé skipað með sambærilegum hætti.Ekki er ég sammála þeirri túlkun. Forsætisráðherra vill, að arðurinn af sjávarauðlindinni renni með sanngjarnari hætti en áður til Íslendinga. Ég er sammmála því.Hins vegar kemur ekki fram í áramótaávarpi forsætisráðherra hvernig hún vilji haga fiskveiðistjórnuninni að öðru leyti.Það verður því að fara í kosningastefnuskrár stjórnarflokkanna til þess að athuga það. Þar kemur fram,að fyrna eigi aflaheimildir á allt að 20 árum.Þjóðin eigi að innkalla allar aflaheimildir.Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar.Það má fyrna aflaheimildir á skemmrri tíma en ekki lengri.Ég hefi ekki trú á því að Samfylkingin hviki frá þessu stærsta kosningamáli flokksins. Kvótanefndin gaf eftir fyrir LÍÚ Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd eða starfshóp til þess að fjalla um framkvæmd á kosningamáli stjórnarflokkanna, fyrningarleiðinni.Mistök ráðherrans og ríkisstjórnarinnar voru þau að gefa kvótanefndinni það vegarnesti,að hún ætti að ná sáttum við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Það þýddi að nefndin átti m.a. að ræða við LÍÚ.En vitað var að LÍÚ var á móti fyrningarleiðinni.Ljóst var því,að engar sættir yrðu nema annar aðilinn gæfi eftir,ríkisstjórnin eða LÍÚ. Á meðan kvótanefndin hélt fram kosningastefnumáli stjórnarflokkanna var LÍÚ í fýlu og neitaði að mæta í nefndinni. En síðan fór meirihluti kvótanefndarinnar að bakka og gefa eftir og þá mættu fulltrúar LÍÚ á ný. Meirihluti kvótanefndarinnar hafði hins vegar ekkert leyfi til þess að víkja frá fyrningarleiðinni.Þetta var kosningaloforð og sennilega var það einmitt þetta mál sem tryggði stjórnarflokkunum meirihluta á alþingi.Skemmst er frá því að segja, að meirihluti kvótanefndarinnar samþykkti svonefnda samningaleið, sem byggist á því að úthluta útgerðarmönnum veiðiheimildunum til langs tíma( 15-30 ára). Greitt verði auðlindagjald fyrir kvótana.( fyrir nýtingarréttinn). Einnig er lagt til,að landsbyggin fái ákveðnar veiðiheimildir. Þetta er í rauninni verra skipulag en það sem gildir í dag.Þetta er afturför frá ríkjandi kerfi og festir í sessi um ókomna tíð yfirráð kvótagreifanna yfir veiðiheimildunum.Það var ekki það sem vakti fyrir stjórnarflokkunum, þegar þeir lofuðu fyrningarleiðinni. Uppboð eða úthlutun En hvernig á að úthluta veiðiheimildum á ný ,ef fyrningarleið er farin? Þar kemur einkum tvennt til greina: 1) Að bjóða upp aflaheimildirnar á frjálsum markaði. 2) að úthluta veiðiheimildum eftir ákveðnum reglum gegn auðlindagjaldi,sem væri ekki málamyndagjald eins og verið hefur heldur raunverulegt gjald.Einnig kemur til greina að fara báðar þessar leiðir. En hvaða leið sem farin verður við endurúthlutun aflaheimilda verður að gæta þess, að nýir aðilar eigi greiðan aðgang inn í greinina og það þarf að tryggja dreifðum sjávarbyggðum hlutdeild í aflaheimildum.Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði, að Ísland hefði brotið mannréttindi við úthlutun kvótanna og framkvæmd kvótakerfisins. Gæta verður þess, að framkvæmdin verði þannig í framtíðinni, að ekki verði um mannréttindabrot að ræða.Sanngirni og réttlæti þarf að gilda við úthlutun kvóta og allir að sitja við sama borð.Ekki kemur til greina að úthluta veiðiheimildum til langs tíma eins og meirihluti kvótanefndarinnar leggur til.1-2 ár í senn er hæfilegur tími. Umbótaáætlun Samfylkingar: Kosningaloforð standa Samfylkingin samþykkti nýlega umbótaáætlun. Samþykkt var að bæta siðferðið í öllu starfi flokksins.Heiðarleiki og orðheldni á að vera í fyrirrúmi.Það þýðir að flokkurinn ætlar að standa við það,sem hann lofar kjósendum.Það er liðin tíð, að unnt sé að lofa einu fyrir kosningar og framkvæma annað eftir kosningar. Með hliðsjón af nýrri umbótaáætlun Samfylkingarinnar getur flokkurinn ekki hvikað frá kosningaloforði sínu um að fara fyrningarleiðina í sjávarútvegsmálum.Því var lofað fyrir kosningar að fyrna ætti aflaheimildir á 20 árum.Við það verður að standa.Það eru hrein svik við það kosningaloforð, ef ríkisstjórnin ætlar að afhenda útgerðarmönnum aflaheimildirnar til langs tíma.Það kemur ekki til greina.Ef Samfylkingin getur ekki fengið VG til þess að standa við kosningaloforð flokkanna um fyrnningarleið verður stjórnin að fara frá. Björgvin Guðmundsson Birt í Morgunblaðinu 12.febrúar 2011


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn