Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnBorgin hækkar þjónustugjöld aldraðra

þriðjudagur, 9. janúar 2007

 

 

Eitt helsta kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006 var,að bæta ætti aðbúnað og aðstöðu aldraðra. Það skýtur því nokkuð skökku við, þegar fréttir berast af því í upphafi nýs árs, að Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sé að hækka öll þjónustugjöld aldraðra. Þetta eru hrein svik á kosningaloforði.Gjaldskrá vegna félagsstarfs, fæðis, veitinga og þjónustugjalda í þjónustuíbúðum aldraðra hækkuðu að jafnaði um 8,8% 1.janúar 2007.Jafnframt hækkaði verð á frístundastarfi eldri borgara um tæp 10%. Þessi hækkun er meiri en verðbólguhækkunin. Eldri borgara munar verulega um 8,8-10% hækkun, þegar haft er í huga hve lífeyrir eldri borgara er lágur. Þessi hækkun á þjónustugjöldum getur því hæglega  leitt til þess,að það dragi úr þátttöku aldraðra í félagsstarfinu í Reykjavík. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ætlað að  efna kosningaloforð sitt við aldraða hefði átt að lækka  þjónustugjöldin og auðvelda með því öldruðum að taka þátt í félagsstarfinu. En Sjálfstæðisflokkurinn fer í öfuga átt.Hann hækkar þjónustugjöldin.

 

Matarverð hér 62% hærra en hjá ESB

 

 Á sama tíma berast fréttir af því utan úr heimi,að matarverð hér á landi sé 62% hærra en nemur meðaltali í löndum Evrópusambandsins. Er þetta  meiri munur en áður var talað um.Munurinn á verði kjöts og brauðvara er enn meiri eða 70-80 %!  En nú ljóst, að væntanleg lækkun  matvælaverðs hér, sem taka á gildi 1.mars n.k., hrekkur skammt til þess að brúa þetta mikla bil á matvælaverði her og í löndum ESB..Verslunin segir, að verð matvara muni lækka um 10%. Undandarið hefur verð innfluttra matvæla verið að hækka í matvöruverslunum.Innflytjendur segja, að verðið hafi hækkað við innkaup erlendis.Margir óttast hins vegar, að  kaupmenn séu að hækka vörurnar nú  vegna væntanlegrar lækkunar 1.mars!

 

Bitnar þungt á öldruðum

 

 Hið háa matvælaverð hér og hækkanir á því bitna þungt á öllu láglaunafólki og ekki síst á öldruðum.Um þriðjungur aldraðra eða um 10 þúsund manns hafa aðeins rúmar 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Hið geysiháa matvælaverð hér á landi bitnar þungt á þessum hluta aldraðra.Verulegur árangur í því að lækka matvælaverðið næst ekki án mikillar lækkunar landbúnaðarvara. Það þarf að lækka verulega tolla á innfluttum landbúnaðarvörum og auka samkeppni á þessu sviði. Einnig þarf að lækka verð á lyfjum. Hið geysiháa lyfjaverð bitnar þungt á ölduðum. Undanfarið hefur verð á ýmsum nýjum lyfjum, svo sem krabbameinslyfjum, stórhækkað. Hefur þessi hækkun komið mjög illa við aldraða.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 30.janúar 2007N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn