Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÍbúðalánasjóður á hálum ís

miðvikudagur, 3. ágúst 2005

Fréttir um að Íbúðalánasjóður hafi lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða frá því í desember með veði í íbúðalánum hafa vakið mikla athygli. Félagsmálanefnd alþingis tók mál þetta fyrir að kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns 21.júlí sl. Var þar m.a. rætt hvort umræddar lánveitingar Íbúðalánasjóðs til banka og sparisjóða stæðust lög. Ekki fékkst ákveðin niðurstaða á fundinum  um það atriði en Jóhanna Sigurðardóttir taldi,að umræddir lánasamningar stæðu á ótraustum lagagrundvelli. Hafa frekari útlán Íbúðalánasjóðs sem þau,er hér um ræðir, nú verið stöðvuð.

Farið í kringum lögin

Bankar og sparisjóðir hafa lánað íbúðarkaupendum  allt að 25 millj. kr. á íbúð af því fjármagni sem Íbúðalánasjóður lánaði þeim. En  samkvæmt lögum er hins vegar hámarkslánsupphæð Íbúðalánasjóðs til einstaklinga 15,9  millj. kr.Ljóst er því,að það er verið að fara í kringum lögin með því að fara með fjármagn Íbúðalánasjóðs gegnum banka og sparisjóði  og lána það síðan til einstaklinga,allt að 25 millj. kr. á hverja íbúð. Eðlilegra hefði verið að breyta lögunum og heimila Íbúðalánasjóði að lána allt að 25 millj.kr. á íbúð.

Ábyrgðin  Íbúðalánasjóðs 

 Á fundi félagsmálanefndar  alþingis kom fram gagnrýni  á lánveitingar Íbúðalánasjóðs til banka og sparisjóða. M.a. var það gagnrýnt,að Íbúðarlánasjóður ber ábyrgðina ef  vanskil verða á lánum,sem bankar og sparisjóðir lána af fjármagninu frá Íbúðalánasjóði. Auk þess hefur það verið gagnrýnt,að umræddar lánaveitingar banka og sparisjóða eru ekki bundnar við íbúðarkaup eins og skilyrði er hjá Íbúðalánasjóði. Það er því unnt að nota lánin til annarra nota, ef  veitt er veð  í fasteign. 

 Grafið undan Íbúðalánasjóði

Bankar og sparisjóðir hafa sótt það fast að fá að taka við hlutverki Íbúðalánasjóðs.Þeir vilja Íbúðalánasjóð feigan.Með því háttalagi að lána bönkum og sparisjóðum 80 milljarða til þess að endurlána íbúðareigendum hefur Íbúðarlánasjóður veikt verulega framtíð Íbúðarlánasjóðs og opinberað,að  sjóðurinn sé sáttur við það,að  bankar og sparisjóðir taki við hlutverki Íbúðalánasjóðs. Það er komin upp óskastaða banka og sparisjóða: Þeir fá peninga frá Íbúðalánasjóði og afgreiða þá beint til íbúðareigenda. Íbúðalánasjóður er þá eins og heildsölubanki. Birgir Ísl. Gunnarsson,Seðlabankastjóri,sagði einmitt eftir fund félagsmálanefndar alþingis,að breyta ætti Íbúðalánasjóði í heildsölubanka. 

 Halda ber Íbúðalánasjóði

Að mínu mati er nauðsynlegt að halda Íbúðalánasjóði í óbreyttri mynd þrátt fyrir þau mistök,sem sjóðurinn hefur nú gert. Ef Íbúðalánasjóður verður lagður niður hækka bankar og sparisjóðir strax vexti á íbúðarlánum. Það er Íbúðalánasjóður sem á stærsta þáttinn í því í dag,að vextir á íbúðarlánum haldast lágir.Ef Íbúðalánasjóður væri lagður niður mundi bankararnir strax daginn eftir hækka vexti á íbúðarlánum. Það yrði áfall fyrir íbúðarkaupendur.Íbúðalánasjóður verður hins vegar að starfa örugglega innan laga og ekki vera á gráu svæði. Og lögin um Íbúðalánasjóð þurfa að vera raunhæf og eðlileg. T.d. þarf að hækka heimildir til lána til einstaklinga úr 15,9 millj.kr. í 25 millj. kr. að mínu mati. Íbúðalánasjóður á ekki að hrekja íbúðareigendur til banka og sparisjóða vegna ákvæða um hámarkslán.  

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn