Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hækkun á lífeyri eldri borgara þolir enga bið

mánudagur, 16. júlí 2007

Allir stjórnmálaflokkar lofuðu eldri borgurum verulegum kjarabótum fyrir síðustu alþingiskosningar.Alþingi hefur komið saman eftir kosningar en engin hækkun á lífeyri aldraðra hefur átt sér stað.Miðað við yfirlýsingar stjórnmálaflokkanna fyrir síðustu kosningar um kjarabætur til handa öldruðum hefði lífeyrir eldri borgara frá almannatryggingum átt að hækka strax eftir sumarþingið.
Lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum er nú 126 þúsund á mánuði fyrir skatta eða 113 þúsund   eftir skatta.Hér er miðað við þá sem ekki fá lífeyri úr lífeyrissjóði.Það lifir enginn sómasamlegu lífi af 113 þúsund krónum á mánuði. Húsnæð'iskostnaður getur verið allt að 80 þúsund krónur  á mánuði og lyfjakostnaður er mjög hár hjá eldri  borgurum og hefur hækkað mikið. Lyfjakostnaður er mikið hærri hér á landi en í grannlöndum okkar,Hagstofan kannar reglulega  neysluútgjöld heimilanna í landinu og einstaklinga einnig. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar,sem birt var í lok sl. árs, nema meðaltalsneysluútgjöld einstaklinga
210 þúsung krónum á mánuði. Skattar ekki meðtaldir.Miðað við lífeyri almannatrygginga til aldraðra einstaklinga vantar því hátt í 100 þúsund á mánuði upp á að lífeyrir almannatrygginga dugi til   framfærslu samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Jafnvel  þó aldraðir  hafi  einhvern lítilsháttar lífeyri úr lífeyrissjóði hækkar ráðstöfunarupphæðin lítið þar eð svo mikið fer í skatta og skerðingar.Allar tekjur ellilífeyrisþega úr lífeyrissjóði valda skerðingu á lífeyri almannatrygginga. Það er hróplegt ranglæti. Lífeyriír úr lífeyrissjóði á að vera  hrein viðbót við lífeyri almannatrygginga. Við eigum þessa peninga og þeir eiga ekki að valda  neinum skerðingum á tryggingabótum. Lífeyrir ætti einnig að vera skattfrjáls. Í Svíþjóð  fá ellilifeyrisþegar óskertan lífeyrir úr almannatryggingum þó þeir hafi lífeyri úr lífeyrissjóði. Þar eru engar skerðingar hvorki vegna atvinnutekna né tekna úr lífeyrissjóði.Ef Svíar hafa efni á að  gera það ættu Íslendingar einnig að hafa efni á því.
 
Þegja þunnu hljóði
 
Ekkert hefur heyrst frá stjórnmálamönnum um hækkun á lífeyri aldraðra frá því að kosið var til alþingis.Það er eins og  kjaramál aldraðra séu gleymd um leið og búið er að kjósa.Í stjórnarsáttmálanum segir að styrkja eigi stöðu aldraðra.Það eina  sem ríkisstjórnin hefur gert í málefnum aldraðra frá kosningum er að segja við þá sem orðnir eru 70 ára: Farið þið út að vinna.Ef þið gerið það  skulum við ekki skerða tryggingabætur almannatrygginga.En þetta hrekkur skammt. Í fyrsta lagi þurfa menn að vera heilsugóðir til þess að fara á ný út á vinnumarkaðinn og því miður er heilsan farin að gefa sig hjá mörgum,sem, komnir eru yfir sjötugt. Og í öðru lagi fá  þeir sem eru 67-70 ára ekki sömu meðferð og 70 ára og eldri að þessu leyti. Þeir sem eru 67-70 ára  sæta áfram skerðingutryggingabóta ef þeir eru á vinnumarkaðnum.
Eldri borgarar munu ekki sætta  sig við þessa meðferð. Þeir vilja jafnrétti fyrir alla ellilífeyrisþega. Þeir eiga allir að njóta  sömu kjara og sömu meðferðar. Eldri borgarar krefjast hærri lífeyrisstrax í samræmi við loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar.
Málefni almannatrygginga heyra enn undir heilbrigðisráðuneytið. Þau munu færast undir félagsmálaráðuneytið um næstu áramót.Það á ekkiað skipta máli í þessu sambandi. Ríkisstjórnin segist vilja bæta stöðu aldraðra og bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Á grundvelli stjórnarsáttmálans er því strax unnnt að hækka lífeyri  eldri borgara svo þeir geti lifað mannsæmandi lífi.Heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra ættu að geta komið sér saman um hækkunlífeyris aldraðra strax í haust.
 
Það kemur ekki til greina að mínu mati að draga kjarabætur eldri borgara á þeim grundvelli að ætlunin sé að færa málefni almannatrygginga milli ráðuneyta. Að  vísu er það mjög undarlegt,að  málefni almannatrygginga skyldu ekki strax  viðmyndun ríkisstjórnarinnar flutt  í félagsmálaráðuneytið.A.m.k. hefðu tryggingamálin strax átt að heyra  undir félagsmálaráðherra enda þótt eitthvað hefði dregist að flytja  málin milli ráðuneyta.
Við eldri borgarar viljum að staðið verði strax ið kosningaloforðin og lífeyrir aldraðra hækkaður myndarlega strax i haust. Sú hækkun þolir enga bið.
 
Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn