|
Sagan endurtekur sig: Fyrst Þjóðhagsstofnun nú fjölmiðlafrumvarpmiðvikudagur, 28. apríl 2004
| 
Mönnum er í fersku minni,þegar forsætisráðherra lagði niður Þjóðhagsstofnun.Sú stofnun hafði unnið sér fastan sess og var í miklu áliti. Framsókn var á móti því að leggja stofnunina niður. En forsætisráðherra sat fast við sinn keip. Og hann hafði sitt fram þrátt fyrir andstöðu Framsóknar. Mönnum til mikillar undrunar flutti utanríkisráðherra frumvarpið á alþingi um að leggja Þjóðhagsstofnun niður enda þótt hann hefði verið á móti því. Forsætisráðherra gerði sér lítið fyrir og brá sé frá og Halldór fékk að vera forsætisráðherra í nokkra daga svona rétt til þess að leggja fram frumvarpið um niðurlagningu Þjóðhagsstofnunar! Nú virðist sagan vera að endurtaka sig.Forsætisráðherra hefur verið að tala um það af og til í allan vetur að setja þyrfti lög um eignarhald á fjölmiðlum. Hann talaði um það sl. nóvember og í þætti stöðvar 2,Kryddsíld, gagnrýndi hann Fréttablaðið harðlega og kallaði Baugstíðindi. Utanríkisráðherra hefur ekkert minnst á þetta mál í allan vetur og virðist ekki hafa haft neina skoðun á því. Menn hafa haft það á tilfinningunni að þetta væri “prívatmál” forsætisráðherra.Enda samdi forsætisráðherra sjálfur frumvarp um að banna Baugi að eiga Stöð 2.En forsætisráðherra var varla fyrr búinn að semja frumvarpið en hann brá sér bæjarleið og lét utanríkisráðherra taka við.Í Kastljósi Sjónvarpsins 27. apríl var utanríkisráðherra til andsvara fyrir fjölmiðlafrumvarpið og varði það í hástert eins og hann hefði alla tíð verið hlynntur því. Áhorfendur sáu þó vel,að ekki fylgdi full sannfæring máli hjá utanríkisráðherra þegar hann varði afkvæmi forsætisráðherra. Þetta var skylduverk hjá honum. Þetta minnti óneitanlega mikið á skylduverkið að koma Þjóðhagstofnun fyrir kattarnef. Eru engin takmörk fyrir því hvað utanríkisráðherra tekur að sér að gera fyrir forsætisráðherra?Er það svona mikils virði að fá að sitja við borðsendann á ríkisstjórnarfundum? | Deila � Facebook |
N�justu pistlarnir: Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018 Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018 Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018 Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017 Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017 Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017 Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017 Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017 Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017 Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017 Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016 Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016 Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016 Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016 Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016 Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016 Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016 Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016 Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016 Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016 Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016 Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016 Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016 Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016 Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016 76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016 Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016 Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016 Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016 Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016
|
|