Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnUmmæli Sifjar vekja furðu!

miðvikudagur, 3. maí 2006

Ummæli Sifjar Friðleifsdóttur nýs heilbrigðisráðherra þess efnis,að hún stefndi ekki að því að afnema tekjutengingu almannatryggingabóta hafa vakið mikla furðu marga.Mikið var hringt til Félags eldri borgara í Reykjavík út af þessum ummælum ráðherrans og látin í ljós undrun vegna þeirra.

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar spurði heilbrigðisráðherra hvort afnema ætti tekjutengingu almannatryggingabóta. Heilbrigðisráðherra svaraði á þann hátt,sem hér hefur verið rakið.

 Samtök aldraðra berjast fyrir afnámi tekjutenginga bóta,einnig Öryrkjabandalagið. Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti,að  afnema ætti strax tekjutengingar grunnlífeyris aldraðra og stefna ætti að  afnámi allra tekjutenginga. Fullyrða má,að meirihluti er fyrir því á alþingi að afnema tekjutengingar bóta. að mestu eða öllu leyti. En Sif Friðleifsdóttir heilbrigðis-og tryggingaráðherra vill ekki stefna  að afnámi tekjutenginga bóta.

Hugsunin í tekjutengingum hefur ef til vill verið góð í upphafi.En í dag gera tekjutengingar meiri skaða en gagn.Skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og vegna smá atvinnutekna er mjög óréttlát.Slíka skerðingu verður að afnema.Hugsanlega mætti skerða bætur þeirra tekjuhæstu.En almannatryggingar voru upphaflega stofnaðar,sem tryggingasjóður,sem menn greiddu í og áttu að fá úr án tillits til tekna.

 Í Svíþjóð eru engar tekjutengingar bóta  almannatrygginga. Í Danmörku eru mjög takmarkaðar skerðingar. T.d. skerða greiðslur úr lífeyrissjóði ekki bætur almannatrygginga þar í landi. Hvergi á Norðurlöndum tíðkast eins miklar skerðingar vegna tekna og hér á landi. Það er hörmulegt,að ungur og nýr heilbrigðisráðherra skuli ekki vilja breyta þessu kerfi.Sennilega hefði Jón Kristjánsson verið jákvæðari í þessu efni en nýi ráðherrann.

 

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn