Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Byggingar fyrir aldraða færast í hendur einkaaðila.Borgin hefur haldið að sér höndum!

þriðjudagur, 4. desember 2007

.
 
 
 
Reykjavikurborg hefur ásamt Eir undirritað viljayfirlýsingu  um byggingu   112 þjónustuíbúða  fyrir aldraða i  Spöng í Grafarvogi.Var yfirlýsingin undirrituð  fyrir rúmu ári. Eir byggir íbúðirnar en borgin byggir þjónustu- og    menningarmiðstöð.Þá hefur Reykjavíkurborg einnig undirritað samkomulag við  Hrafnistu um byggingu 100 þjónustuíbúða. Hrafnista byggir íbúðirnar og reisir einnig þjónustukjarna. Byggingarfélagið, Samtök aldraðra,  hefur einnig fengið lóð fyrir  50 úbúðir aldraðra   við Sléttuveg.Þá  er einnig í undirbúningi, að einkaaðilar byggi íbúðir fyrir aldraða við Gerðuberg og við Árskóga í Mjódd.
 
Byggingar fyrir aldraða á vegum einkaaðila
 
Þróunin hefur orðið sú  í byggingamálum aldraðra í Reykjavík að undanförnu, að bygging þjónustuíbúða hefur færst í hendur einkaaðila og sjálfseignarstofnana.Áður reisti borgin mikið af þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Kjör aldraða hafa yfirleitt verið betri á ibúðum frá borginni en frá einkaaðilum. Hvers vegna  hefur hér orðið breyting á? Hvers vegna byggir borgin ekki eins og áður   þjónustuíbúðir?  Skýringin mun vera sú,að ríkið tekur engan þátt i byggingu þjónustuíbúða  á sama hátt og það gerir þegar um byggingu hjúkrunarheimila er að ræða.Þess  vegna hefur  Reykjavíkurborg farið æ meira út  á þá braut að   láta einkaaðila um byggingu þjónustuíbúða en borgin byggir  sjálf þjónustumiðstöðvar. Þetta er í góðu lagi, ef kostnaður fyrir aldraða, leiga eða söluverð, er ekki hærra en þegar borgir byggir. Borgarfulltrúum hættir  við því að eigna Reykjavíkurborg framkvæmdir einkaaðila  í þágu aldraðra. Það er óviðeigandi.
 
Vantar mikið af hjúkrunarrýmum
 
Miklar umræður hafa átt sér stað um búsetuúrræði  aldraðra að undanförnu. Margir hafa barist fyrir því, að aldraðir væru sem lengst í heimahúsum og að þeim væri gert það  léttara en áður með aukinni heimilishjálp og jafnvel með breytingum á íbúðum eldri borgara. Einnig hefur umrræða aukist um nauðsyn þess að fjölga svonefndum þjónustuíbúðum, sem aldraðir gætu flutt í þegar þeir  þurfa á aukinni þjónustu að halda.  Þetta er gott svo langt sem það nær. En  ekki má samt loka aukunum fyrir því, að enn   um margra ára skeið mun verða mikil þörf fyrir hjúkrunarheimili. aldraðra Það tekur mörg ár að breyta    ástandinu þannig, að  aldraðir geti verið meira heima en áður og í  þjónustuíbúðum. Enn er mikil þörf fyrir hjúkrunarrými
 og biðlistar eru langir.
 
Hvað líður 400 hjúkrarýmum hins opinbera?
 
Ríkisstjórnin lofaði að flýta  byggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða. Lítið bólar á efndum á því loforði.Þar var að sjálfsögðu átt við byggingu hjúkrunarrýma eða hjúkrunarheimila á vegum hins opinbera. Það er bót í máli, að nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að nýta framkvæmdasjóð aldraðra fyrir byggingar í  þágu aldraðra eins og sjóðurinn var stofnaður til En um margra ára skeið  hefur   fjármunum  sjóðsins
verið sóað í alls konar gæluverkefni. Sú sóun hefur nú verið stöðvuð.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Fréttablaðinu i nóvember 2007
 
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn