Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÁ DV rétt á sér?

fimmtudagur, 12. janúar 2006

 

 

Miklar umræður hafa orðið um ritstjórnarstefnu DV í tilefni af umfjöllum blaðsins um meint kynferðisafbrotamál á Ísafirði og sjálfsmorð meints afbrotamanns í því máli. DV hefur haft þá reglu,að birta nöfn og jafnvel myndir af meintum afbrotamönnum enda þótt ekki væri búið að dæma  í málunum. Þessi stefna er mjög umdeild. DV mun eini fjölmiðilli sem hefur þessa stefnu varðandi nafnbirtingar. Aðrir fjölmiðlar bíða dómsniðurstöðu.

  DV hefur haft þessa stefnu lengi,sennilega frá upphafi. Það er því ekkert nýtt hjá DV að birta nöfn meintra afbrotamanna þó ekki sé búið að dæma þá. Þessi stefna hefur vakið meiri andúð nú en áður,þar eð meintur afbrotamaður framdi sjálfsmorð og sumir vilja kenna DV um ,að svo fór.

 Maður sá,er framdi sjálfsmorð var af DV sagður hafa beitt ungmenni kynferðislegu ofbeldi (nauðgunum).Jónas Kristjánsson ritstjóri DV segir,að þeir sem fordæmi DV nú hafi ekki áhyggjur af fórnarlömbunum,sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi .Og það  virðist rétt. Það minnist enginn á ungmennin sem eru sögð hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. DV tók viðtöl við þessi ungmenni upp á segulband og þar kemur fram hvað gerðist.

 Blað eins og DV sem gagnrýnir harkalega ýmislegt,sem miður fer,getur átt rétt á sér. En blaðið  verður að gæta þess að ganga ekki of langt í harkalegri gagnrýni á þá sem ekki hafa verið dæmdir enda þótt þeir hafi orðið fyrir ásökunum. Ég tel,að DV hafi gengið of langt í umfjöllun sinni um mál mannsins frá Ísafirði .

 

Björgvin GuðmundssonN�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn