Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnÍraksstríðið:Össur vill rannsókn

fimmtudagur, 29. apríl 2004

 

 

Össur Skarphéðinsson,formaður Samfylkingarinnar, hefur skýrt frá því,að hann  muni taka  það upp á Alþingi,að rannsakað verði hvernig íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að láta Ísland styðja innrás Bandaríkjanna   og Bretlands í Írak. Vill Össur láta rannsaka hvort  utanríkisráðherra fékk upplýsingar um,að gereyðingarvopn væru í Írak. Hann vill,að athugað verði hvort ríkisstjórnin öll tók ákvörðun um að styðja innrásina eða hvort ákvörðun var aðeins tekin af forsætisráðherra og utanríkisráðherra og jafnvel aðeins  í símtali milli þeirra.

 

Rannsóknarnefnd?

 

Össur Skarphéðinsson segir,að annað hvort megi fela utanríkismálanefnd umrædda rannsókn  eða skipa sérstaka rannsóknarnefnd á Alþingi eins og  lög geri ráð fyrir.

Heimasíðan fagnar  þessari ákvörðun Össurar. Hér á heimasíðunni hefur margoft verið rætt um nauðsyn þess að fram færi rannsókn á því hvernig ákvörðun var tekin um að styðja innrás í Írak. Málið var hvorki lagt fyrir utanríkismálanefnd né rætt á Alþingi áður en  ákvörðun var tekin. Er þar um lögbrot að ræða,þar eð skylt er að leggja öll mikilvæg utanríkismál fyrir utanríkismálanefnd.

Össur segir,að Samfylkingin muni leita samráðs við aðra stjórnarandstöðuflokka um  umrædda rannsókn. Er  ekki að efa að samstaða næst um málið. Stuðningur ríkisstjórnar  Íslands við innrásina í Írak hefur sætt gagnrýni í öllum stjórnarandstöðuflokkunum.

 

Björgvin Guðmundsson

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn