Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Lífeyrir aldraðra á að vera 210 þúsund á mánuði

föstudagur, 2. febrúar 2007

 

 

Neysluútgjöld einstaklinga eru nú til jafnaðar 210 þúsund kr. á mánuði samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Ísland, sem  kunngjörð var 15.desember 2006. ( 9,1% hækkun vísitölu neysluverðs frá 2005 innifalin).Skattar eru ekki meðtaldir.Ég tel eðlilegt, að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum  sé hinn sami og nemur neysluútgjöldum einstaklinga og raunar tel ég þar um lágmark að ræða, þar eð engir skattar eru inni í tölu Hagstofunnar um meðaltals neysluútgjöld einstaklinga. Í dag er lífeyrir aldraðra einhleypinga  frá almannatryggingum 126 þúsund á mánuði fyrir skatta eða um það bil  113 þúsund á mánuði eftir skatta. Hér er átt við þá, sem einungis hafa lífeyrir frá almannatryggingum og ekki eru í lífeyrissjóði. Þó  ellilífeyrisþegi hafi 40- 60 þúsund á mánuði frá lífeyrissjóði aukast ráðstöfunartekjurnar lítið eða aðeins um þriðjung af lífeyrissjóðstekjunum  vegna skatta og skerðinga. Það er því ljóst, að aldraðir  hafa  hvergi nærri þann lífeyri í dag sem dugar til eðlilegrar framfærslu. Þar vantar um eitt hundrað þúsund krónur á mánuði Krafan er sú,að aldraðir  hafi þann lífeyri sem dugi fyrir framfærslukostnaði..Neyslukönnun Hagstofunnar er eina viðmiðið, sem unnt er  að byggja á í því sambandi.

 

Fengu hungurlús í leiðréttingu

 

 Alþingiskosningar nálgast nú. Sjálfstæðisflokkurinn reynir í aðdraganda kosninga að telja öldruðum trú um að kjör þeirra hafi verið bætt mikið að undanförnu m.a.  með hækkun lífeyris. En þessi hækkun er alger hungurlús. Og  enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn birti tölur um háa prósentuhækkun hjá 400 manna  hópi aldraðra, sem eru á strípuðum bótum frá almannatryggingum , eru hámarksbæturnar í dag aðeins 126 þúsund hjá einstaklingum og duga hvergi nærri til framfærslu. .

 

Aldraðir eiga þetta inni hjá ríkinu

 

Ef til vill finnst sumum tillaga mín um 210 þúsund króna lífeyri aldraðra á mánuði  vera  róttæk og kostnaðarsöm. Og víst er eru tillögur mínar róttækar. En þær eru samhljóða tillögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Og þær eru róttækar vegna þess, að ríkisstjórnin hefur hundsað aldraða til margra ára og þess vegna hafa kjör eldri borgara dregist aftur úr kjörum  láglaunafólks á almennum vinnumarkaði.Aldraðir eiga  þessa leiðréttingu því inni hjá stjórnvöldum.Það kostar mikla fjármuni að leiðrétta kjör aldraðra. En Íslendingar eru rík þjóð.Stjórnvöld hafa haft 40 milljarða af öldruðum sl. 12 ár. Nú er komið að skuldadögum. Nú þurfa stjórnvöld að leiðrétta kjör aldraðra og borga skuldina til baka. Það eru nógir peningar til. Ríkið á þessa peninga og meira til í geymslu í Seðlabankanum.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 24.febrúar 2007



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn