Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Jón Baldvin á villigötum

sunnudagur, 15. apríl 2007

 

 

 

Jón Baldvin Hannibalssson var erlendis , þegar alþingiskosningarnar 2003 fóru fram og fylgdist því ekki með kosningabaráttunni þá á sama hátt og þeir sem búsettir voru hér. Hann hefur því ekki nægilega skýra mynd af íslenskri pólitík 2003  til þess að geta gert samanburð við árið 2007.

 

Vinstri grænir með 8,8% 2003

 

  Í kosningunum 2003 fengu Vinstri grænir aðeins 8,8% en Samfylkingin vann stórsigur og fékk 31%. Vegna skoðanakannana nú, sem sýna mikið fylgi hjá VG og meira fylgi en hjá Samfylkingunni í flestum könnunum, hefur Jón Baldvin verið nokkuð fljótur á sér að úrskurða, að Samfylkingunni hafi mistekist að sameina íslenska jafnaðarmenn. Í ritdómi um bók Steingríms J. Sigfússonar hælir hann Steingrími J. mjög og telur, að hann hafi allt það til að bera sem prýða megi góðan stjórnmálaforingja en um leið finnur hann forustu Samfylkingarinnar  flest til foráttu. Með þessum málflutningi færir hann íhaldinu eldsneyti í kosningabaráttunni. Það hefur hins vegar ekkert breytst hjá Steingrími J. á 4 árum. Hann rak kosningabaráttuna á svipaðan hátt 2003 og hann hefur gert nú. En samt náði hann litlum árangri 2003. Ingibjörg Sólrún  var ef til vill örlítið harðari við íhaldið  2003 ( við Davíð)  og hún náði miklum og góðum árangri. Sumum eðalkrötum fannst Ingibjörg Sólrún ráðast fullhart á Sjálfstæðisflokkinn 2003. Nú eru árásir mildari og fylgið minna.

 

Umhverfismálin sækja á

 

Hvað hefur breytst á 4 árum?

Það, sem hefur breytst er það , að þjóðin breytti allt í einu um skoðun á umhverfismálum. Þjóðin sá allt í einu, að hún þurfti að sinna umhverfisvernd meira en áður og draga úr stóiðjustefnunni. Þetta hefur komið VG vel og hefur  ekkert með  störf eða  stíl Steingríms J. að gera. Hann var vaskur 2003 og hann er vaskur 2007.  Samfylkingin lagði mikla vinnu í að semja nýja stefnu  í umhverfismálum, Fagra Ísland.Hún virðist ekki hafa náð nægilega vel eyrum kjósenda. En sú stefna er mjög skynsamleg. Ef til vill háir það Samfylkingunni að flestir þingmanna hennar studdu Káraknjúkavirkjun.Það var gert m.a..vegna áhrifa frá þeim sem áður störfuðu í Alþýðuflokknum.

 

Samfylkingin og VG

 

2003 hélt Samfylkingin einnig uppi harðri gagnrýni á VG. Ef til vill hefur það átt þátt í minna fylgi VG þá. Nú hefur Samfylkingin lítið sem ekkert gagnrýnt VG vegna  tilkomu kaffibandalagsins.Ég mæli ekki með því, að Samfylkingin breyti þar um en þetta skýrir ef til vill stöðu mála í skoðanakönnunum að einhverju leyti.

  Ég held, að Jón Baldvin sé á villigötum í mati sínu á stöðu mála og ef til vill vegna þess að hann var erlendis 2003. Enginn veit betur en hann, að gengi stjórnmálaflokka í skoðanakönnunum og kosningum er misjafnt og ekki er skynsamlegt að draga of miklar ályktanir af fylgissveiflum of  snemma. Vissulega erum við jafnaðarmenn óþolinmóðir og  viljum, að sameining jafnaðarmanna gerist fljótt og vel. En við höfum mátt þreyja þorrann til þessa og munum gera  það  áfram.

 

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn