Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnHveitibrauðsdögum lokið. Enn verður þess ekki vart,að stjórnarskipti hafi átt sér stað

sunnudagur, 2. september 2007

Hveitibrauðsdögum lokið

Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar er lokið. Stjórnin hefur setið við völd rúmlega 100 daga. Nú tekur alvaran við.Enn hefur stjórnin  efnt lítið af kosningaloforðunum.Ekkert hefur verið efnt af loforðunum um að efla almannatryggingar og hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Það er sorglegt að þurfa að viðurkenna það,að  ástandið í þessum efnum er eins og Framsókn hefði verið áfram í stjórn.Ég er mjög kröfurharður í þessum efnum. Ég tel,að strax á sumarþinginu hefði átt að samþykkja hækkun á lífeyri  aldraðra og öryrkja.Aðrir telja,að ekkert liggi á og að gefa eigi ríkisstjórninni tíma og svigrúm til þess að undirbúa breytingar..Ekkert hefur heldur gerst í hjúkrunarmálum  aldraðra. Í stjórnarsáttmálanum segir að hraða eigi framkvæmdum á þessu sviði en ekkert hefur gerst.Félagsmálaráðherra hefur fengið samþykkta  áætlun um aðgerðir í þágu barna og ungmenna. Það er gott svo langt sem það nær. En framkvæmdin skiptir öllu máli.Ég er ánægður með það að iðnaðarráðherra skuli hafa hafið endurskoðun vatnalaganna.Einnig er ég ánægður með að hann skuli ætla að efla Byggðasjóð, m.a. í því skyni að auka aðstoð við sjávarbyggðir,sem verða fyrir barðinu á niðurskurði þorskþvótans. En betur má ef duga skal. Enn hefur  það  tæplega sést,að stjórnarskipti hafi átt ser stað.

 

Björgvin Guðmundsson
N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn