Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



BÚR:Gjöf en ekki sala

laugardagur, 19. júní 2004

 

 

Kristinn H.Gunnarsson,alþm.,skrifaði grein um útgerðarmál í Morgunblaðið 17.apríl  2003. Þar víkur hann m.a. að sölu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar til Hvaleyrar h.f. árið 1985 og segir m.a.: “Hvaleyri keypti eignir Bæjarútgerðar Hafnafjarðar,togarana Apríl h.f. og Mai h.f. auk  fiskiðjuversins Vesturgötu 9-13 ásamt vélum og tækjum.Kaupverð  var 280 m.kr. á þáverandi verðlagi,sem eru nú u.þ.b. 1130 m.kr. Ennfremur segir: ”Veiðiheimildir ( togaranna) voru um það bil 5.500 tonn í ýmsum tegundum og verðmætið nú er líklega ekki undir þremur milljörðum króna.”

 

  BORGIN FÉKK 22 MILLJ. KR.!

 

 Árið 1985 samþykkti borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík undir forustu Davíðs Oddssonar þáverandi borgarstjóra að sameina Bæjarútgerð Reykjavíkur Ísbirninum h.f. Hið nýja fyrirtæki hlaut nafnið Grandi. Í framhaldi af því seldi Reykjavíkurborg hlutabréf sín í nýja hlutafélaginu.Þar með hafði borgin lagt niður Bæjarútgerð Reykjavíkur,sem Bjarni Benediktsson og Jón Axel Pétursson höfðu haft forustu um að stofna. Eignarhlutföllin í Granda urðu að lokum þau, að Reykjavíkurborg átti 77,5% í félaginu, Ísbjörninn átti 15% og Olís   7,5%.Upphaflega var ráðgert,að Ísbjörninn  mundi eiga mikið stærri hlut í nýja fyrirtækinu en vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Ísbjarnarins gat það ekki orðið.  Ísbjörninn  hafði átt við mikla fjárhagserfiðleika og taprekstur að stríða um skeið og nam uppsafnað tap félagsins um 100 millj. kr. Töldu margir,að Reykjavíkurborg hefði verið að bjarga Ísbirninum frá gjaldþroti með  sameiningunni við BÚR og stofnun Granda.Í grein í DV árið 1985 lét Hilmar Viktorsson,viðskiptafræðingur,þessa skoðun í ljós og færði rök fyrir henni.  Við sameiningu BÚR og Ísbjarnarins létti Reykjavíkurborg   213 millj. kr skuld af Granda ( Framreiknuð var sú upphæð orðin 319 millj. kr. við söluna á bréfum borgarinnar 1988). Þetta voru lán vegna nýsmíði togara BÚR.Borgarsjóður tók þessa skuld að sér.Það hvíldu því tiltölulega litlar skuldir á hinu nýja fyrirtæki,er það tók til starfa.Hlutur Reykjavíkurborgar í Granda var seldur árið 1988 á kr. 500 millj. Draga má umræddar 319 millj. frá þeirri fjárhæð.Auk þess lét borgin Granda fá hlutabréf í Esso,sem Grandi seldi á 75 millj., svo og hlutinn í Síldar-og fiskimjölsverksmiðjunni, sem var metinn á 84 m.kr.Ef þessar fjárhæðir báðar eru einnig dregnar frá söluverðinu á hlut Reykjavíkurborgar í Granda verða aðeins eftir 22 mill.kr. af þeim 500 millj.,sem fengust fyrir hlut borgarinnar í fyrirtækinu! Telja má,að kvótaverðmæti  togara  BÚR,sem borgin lagði inn í Granda, sé í dag  4-5 milljarðar.( Togararnir Bjarni Benediktsson og Ingólfur Arnarson ekki taldir með en þeir voru seldir áður).Borgin  fékk  sem sagt 22 millj. á verðlagi ársins 1988 fyrir togara með 4-5 milljarða kvótaverðmæti í dag!

 

 

MIKIÐ MEIRA FÉKKST FYRIR BÆJARÚTGERÐ HAFNARFJARÐAR

 

 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var helmingi minna fyrirtæki en BÚR en þó fékkst mikið meira fyrir það fyrirtæki en fyrir BÚR, sbr. það er segir hér í upphafi.

 Rök Sjálfstæðismanna fyrir sölu BÚR voru einkum þau,að taprekstur væri á fyrirtækinu og borgin þyrfti að greiða með því.Allur gangur var þó á rekstri BÚR. Þannig var góður hagnaður  af  rekstri fyrirtækisins 1980.Yfirleitt var afkoma frystihússins góð en afkoma togaranna erfið. Var það svipað og hjá öðrum togara – og fiskvinnslufyrirtækjum í landinu á þessum tíma. Afkoma togara  batnaði síðar,fyrst hjá frystitogurunum en síðar einnig  hjá öðrum togurum.Togarar fóru að skila hagnaði.Sama þróun hefði orðið hjá BÚR,ef rekstri fyrirtækisins hefði verið haldið áfram.Það var búið að kaupa ný og fullkomin skip til útgerðarinnar og bæta aðstöðu fiskvinnslunnar.Aðstaða var því góð til sóknar. En þá var einkaaðilum afhent fyrirtækið á silfurfati og borgin látin  sitja eftir með  stóran hluta skuldanna!

Bæjarútgerð Reykjavíkur var um langt skeið öflugasta togara-og fiskvinnslufyrirtæki landsins. Það var gífurleg lyftistöng fyrir atvinnulífið í höfuðborginni,skapaði miklar tekjur fyrir stóran hóp starfsmanna  svo og fyrir mörg þjónustufyrirtæki í borginni og ómæld útsvör  allra þessara  starfsmanna runnu í borgarsjóð.

 

HÁTT VERÐ FÉKKST FYRIR  ÚA

 

 Í upphafi þessarar greinar var minnst á sölu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar en mikið hærra verð fékkst fyrir það fyrirtæki en BÚR enda þótt Bæjarútgerð Hafnarfjarðar væri helmingi minna fyrirtæki.Fróðlegt er einnig að bera sölu BÚR saman við söluna á ÚA,Útgerðarfélagi Akureyringa. Akureyrarbær fékk um 2400 milljónir fyrir  ca. 80% í ÚA en Reykjavíkurborg 22 millj. kr. fyrir BÚR! Þó var um    ræða fyrirtæki af svipaðri stærð. Þegar ÚA var selt á ný fyrir skömmu var söluverðið 9-10 milljarðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu 19.júní  2004

 

PS. Það er misskilningur,sem fram kom hjá einum  pistlahöfundi í Mbl.,að borgarstjórn hafi stjórnað siglingum togara BÚR.Landanir og siglingar togaranna voru alfarið í höndum framkvæmdastjóra BÚR og í einstaka tilvikum í höndum útgerðarráðs.

Páll Gíslason,læknir,minn gamli vinur úr borgarstjórn skrifar grein í Mbl. og gerir athugasemd við mína grein um BÚR. Hann svarar þó engum efnisatriðum.Hið eina sem hann segir er,að tap hafi verið á togurum BÚR. En á þessum tíma var tap á öllum togurum landsmanna. En fljótlega eftir,að togarar BÚR voru "seldir" (gefnir) fóru allir togarar að skila hagnaði og hið sama hefði gerst með togara BÚR.Fyrirtækið var vel rekið og sást það best á því,að frystihús BÚR skilaði góðum hagnaði.

Páll svarar því  ekki hvers vegna hærra verð fékkst fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar en fyrir BÚR og heldur ekki hvers vegna hærra verð fékkst fyrir ÚA en fyrir BÚR en það var eitt aðalatriðið í grein minni.

 

BG

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn