Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnRíkisstjórnin brýtur stjórnarskrána

þriðjudagur, 2. desember 2003

 

Dómur Hæstaréttar 16.oktober sl. um málefni öryrkja hefur vakið mikla athygli.Samkvæmt dómnum  var það brot á stjórnarskránni að  skerða bætur öryrkja afturvirkt 1999 og 2000 eins og ríkisstjórnin gerði með lögum þeim, sem hún setti árið 2001 í kjölfar fyrri öryrkjadómsins. Öryrkjabandalagið vísaði tveimur álitaefnum til dómstólanna: Spurningu um fyrningu á kröfum öryrkja vegna áranna 1994-1996  og skerðingu örorkubóta 1999 og 2000. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að krafa öryrkja um leiðréttingu  fyrir árin 1994-1996 væri fyrnd en  dæmdi, að skerðing á bótum öryrkja 1999 og 2000 stæðist ekki stjórnarskrá.

Þetta er í annað sinn sem Hæstiréttur  dæmir,að  ríkisstjórnin hafi framið stjórnarskrárbrot  við meðferð sína á kjörum öryrkja. Í  dómi  Hæstaréttar  í desember 2000 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, að  framkvæmd skerðingar ríkisstjórnarinnar á bótum öryrkja vegna tekna maka væri brot á stjórnarskránni. Byggði Hæstiréttur dóm sinn á tveimur  ákvæðum stjórnarskrárinnar: 76 gr. stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt manna til lágmarksframfærslu og 65.gr frá 1995 um mannréttindi og jafnrétti þegnanna.Hæstiréttur taldi með öðrum orðum,að hin mikla skerðing ríkisstjórnarinnar á bótum öryrkja  vegna tekna maka væri brot á stjórnarskránni, m.a. vegna þess að þegnar landsins ættu að njóta jafnréttis. Öryrkjar eru sjálfstæðir einstaklingar eins og aðrir  og  eiga að njóta jafnréttis við aðra þegna landsins.Þó þeir gangi í hjúskap á ekki að fella niður stóran hluta bóta þeirra eins og ríkisstjórnin hafði gert. Þetta var inntakið í fyrri dómi Hæstaréttar.

 Eins og menn muna setti ríkisstjórnin lög árið  2001,sem kváðu á um  ákveðna skerðingu á bótum öryrkja þrátt fyrir dóm Hæstaréttar. Kvaddi hún til  lögspekinga sem  fundu út “hóflega” skerðingu á öryrkjabótum  og lögfesti þá skerðingu.Nú segir ríkisstjórnin,að nýi Hæstaréttardómurinn  heimili,að  það megi  skerða örorkubætur vegna tekna maka en ekki eins mikið og áður. Lögmaður Öryrkjabandalagsins,Ragnar Aðalsteinsson,hrl., er ekki sammála þessari túlkun.Hann segir,að Öryrkjabandalagið hafi aðeins lagt fyrir dómstólana álitaefni um afturvirkni skerðingar og fyrningu örorkubóta. Skýr niðurstaða  liggi fyrir um þau efni  en það sem sagt sé um önnur atriði hafi enga þýðingu að lögum.Eiríkur Tómasson,lagaprófessor, segir,að það þurfi nýtt dómsmál til þess að fá úr því skorið  hvað skerða megi bætur öryrkja  mikið. Það sé ekki ljóst samkvæmt nýjasta dómi Hæstaréttar.

  Ekki verður þess vart,að ríkisstjórnin  telji það  alvarlegt mál að hafa brotið stjórnarskrána í tvígang,þegar málefni öryrkja hafa átt í hlut. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,alþingismaður, sagði á alþingi,að ríkisstjórnin  hefði vísvitandi brotið stjórnarskrána. Hún hefði sýnt einbeittan brotavilja. Það væri sitt mat. Samkvæmt því á ríkisstjórnin að segja af sér.Er fullvíst,að alls staðar annars staðar á Vesturlöndum hefði ríkisstjórn sagt af sér eftir slíkt brot á stjórnarskránni. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, sagði,að það væri nægilegt brot  að brjóta stjórnarskrána óvart.Það kom fram í umræðunum á alþingi,að ríkisstjórnin var vöruð við 2001.Margir þingmenn bentu á, að  lögin,sem stjórnin var að knýja í gegn þá,fælu í sér stjórnarskrárbrot.

 Hvergi á Vesturlöndum  hafa öryrkjar þurft að sækja rétt sinn til  örorkubóta til Hæstaréttar eins og þeir hafa þurft að gera hér á landi.Það virðist vera kappsmál stjórnvalda hér  að halda kjörum öryrkja niðri  og valdhafar hrósa nú happi yfir því að  þeir geti haldið áfram að skerða örorkubætur  vegna tekna maka,að því er þeir telja.

  Það flokkast undir mannréttindi,að öryrkjar geti notið mannsæmandi lífs.Það er úrskurður Hæstaréttar. Ríkisstjórnin ætti að sjá sóma sinn í því að leiðrétta kjör öryrkja vegna áranna 1994-1996 enda þótt Hæstiréttur hafi dæmt,að krafa öryrkja vegna þeirra ára sé fyrnd.Hvergi í heiminum hafa stjórnvöld borið fyrir sig fyrningu  þegar um mannréttindi hefur verið að ræða.Mannréttindi fyrnast ekki.

 

 

Björgvin Guðmundsson

viðskiptafræðingur

Birt í Morgunblaðinu 2003N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn