
Hvar eru stóru mál ríkisstjórnarinnar? Hvað líður efndum á kosningaloforðunum? Þannig spurðu fréttamenn sjónvarpsins formann Framsóknarflokksins í kastljósi 29.mars sl. Kosningaloforðin eru í vinnslu, svaraði formaðurinn.
Svarið hefði fremur átt við fyrir kosningar en löngu eftir kosningar. Á meðan verið er að semja kosningaloforð og undirbúa má segja,að kosningaloforð séu í vinnslu. En þegar búið er að kjósa og efna á kosningaloforðin eru þau ekki í vinnslu. Þá er komið að skuldadögum. Þá á að efna kosningaloforðin. Þetta virðist ríkisstjórnin ekki skilja. Hún reynir nú að tefja efndir kosningaloforðanna. Hún reynir að íta þeim fram eftir kjörtímabilinu,búta þau í sundur, m.ö.o reynir allt til þess að koma í veg fyrir efndir kosningaloforðanna. Kjósendum er gefið langt nef. Ef stjórnarandstaðan stæði sig betur,ef fjölmiðlar veittu betra aðhald, gæti ríkisstjórnin ekki hundsað kosningaloforðin á þann hátt sem hún gerir. |