
Stefán Ólafsson prófessor ritar grein í Morgunblaðið 18.janúar sl. ,þar sem hann færir rök fyrir því,að skattar hafi hækkað sl. 10 ár á 90% þjóðarinnar. Segir hann,að fullyrðing ríkisstjórnarinnar um hið gagnstæða séu einhver mestu ósannindi stjórnmálasögunnar. Kallar hann skattabreytingar ríkisstjórnarinnar skattabrellu.
Skattar hafa hækkað mest hjá þeim lægst launuðu
Skattbyrðin hefur aukist mest á tímabilinu 1994-2004 hjá þeim lægst launuðu,þar á meðal hjá öldruðum og öryrkjum.Skattbyrðin hjá hinum lægst launuðu hefur aukist um 14-15% eða um 275-440 þús á ári þ..e. um tvenn mánaðarlaun og rúmlega það. Skattbyrðin hefur hins vegar minnkað hjá þeim hæst launuðu,þ.e. þeim sem hafa 1,4 milljónir eða meira í laun á mánuði.Stefán segir: Ríkisstjórnin hefur lækkað skatta með annarri hendinni en hækkað þá með hinni og hækkunin er meiri en lækkunin. Ríkisstjórnin hefur lækkað álagningarprósentuna en ekki látið skattleysismörkin fylgja verðlagi. Þess vegna er þetta brella. Það er látið líta út eins og verið sé að lækka skatta en það er verið að hækka þá á 90 % þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson |