Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnRíkisstjórnin hefur brugðist eldri borgurum

föstudagur, 6. júní 2008

 
 

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur brugðist eldri borgurum í kjaramálum þeirra. Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir síðustu kosningar að bæta kjör aldraðra verulega.Samfylkingin gagnrýndi,að kjör eldri borgara hefðu dregist aftur úr í samanburði við launþega á almennum vinnumarkaði.Samfylkingin sagði: "Lífeyrir eldri borgara hefur ekki fylgt launavísitölu.Þess vegna hafa þeir ekki fengið sömu kjarabætur og aðrir hópar.Samfylkingin ætlar að leiðrétta þetta misrétti og vinna að því að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði eins og hann er metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þetta verður gert í áföngum"


Lífeyrir nú aðeins 93,74% af lágmarkslaunum


Þetta hefur ekki verið efnt á fyrsta ári ríkisstjórnarinnar. Það hefur ekki einu sinni verið stigið lítið skref fram á við í þessu efni enn. Það hefur verið stigið til baka, þar eð eldri borgarar fengu ekki sömu hækkun og launþegar á almennum vinnumarkaði við gerð nýrra kjarasamninga í febrúar sl. : Þar vantaði 9100 kr. á mánuði upp á. Laun verkafólks voru hækkuð í 145 þús. á mánuði ( lágmarkstekjutrygging í dagvinnu) eða um 16% en lífeyrir lífeyrisþega var aðeins hækkaður um 7,4% eða í 135.928 kr. Það hefur því orðið gliðnun á ný milli lífeyris og lágmarkslauna. Á sl. ári var lífeyrir almannatrygginga (TR) rúm 100% af lágmarkslaunum en nú er lífeyrir aðeins 93,74% af lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu).Þetta er slæm útkoma eftir eins árs stjórnarsetu núverandi ríkisstjórnar.Hvað hefur ríkisstjórnin nú þegar gert í málefnum aldraðra, sem þegar hefur tekið gildi? Það helsta er þetta: Mest munar um afnám skerðingar tryggingabóta vegna tekna maka en það tók gildi 1.apríl sl. Með dómi Hæstaréttar fyrir 5 árum var ákveðið að óheimilt væri að skerða tryggingabætur öryrkja vegna tekna maka.Strax var talið að hið sama gilti um aldraða.Þrátt fyrir þennan dóm héldu stjórnvöld skerðingu áfram að hluta til. Það var þó alltaf vitað,að það væri aðeins tímaspurnmál hvenær stjórnvöld yrðu að hlíta dómi Hæstaréttar.Samfylkingin var með þetta ákvæði í stefnuskrá sinni um síðustu kosningar.Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra hefur örugglega fylgt þessu máli vel eftir. Kostnaður við framkvæmd á þesu máli er áætlaður 1350 millj. á árinu 2008.Vasapeningar vistmanna á hjúkrunarheimilum voru hækkaðir 1.apríl sl. og nemur kostnaður við þá ráðstöfun á þessu ári 35 millj. kr. Áætlað er að kostnaður við ráðstafanir til þess að draga úr ofgreiðslum til lífeyrisþega og vangreiðslum til þeirra nemi 325 mill kr.,í ár.Alls kostnaður við framangreinda þrjá liði 1,7 milljarðar kr. Kostnaður er því fjarri því,sem haldið hefur verið fram.Jafnvel þó kostnaður í ár við 100 þús. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði talinn með fer kostnaður aðeins í 2,7 milljarða.Sú ákvörðun að setja 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna er mjög mikilvæg og í samræmi við stefnumál Samfylkingarinnar en Samfylkingin vildi raunar ,að 100 þús. kr. frítekjumark gilti bæði fyrir lífeyrissjóðstekjur og atvinnutekjur.Í þessu samhengi er rétt að geta um ákvörðun 2007 um að afnema bótaskerðinga 70 ára og eldri vegna atvinnutekna. Það kostar ríkissjóð ekki neitt að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna atvinnutekna. Ríkið fær kostnaðinn allan til baka í auknum sköttum af atvinnutekjum.Það er vissulega mikilvægt að draga ur tekjutenginum bótaþega og það þarf að ganga lengra á þeirri braut. T.d. er enn alveg eftir að setja frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur. Það er enn mikilvægara en að setja frítekjumark fyrir atvinnutekjur. Það eru mun fleiri,sem hafa lífeyrissjóðstekjur en þeir sem hafa atvinnutekjur. Frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna mundi því koma mun fleiri lífeyrisþegum að gagni.Ég tel ,að það hafi í lífeyrismálum aldraðra verið byrjað á öfugum enda. Það átti að byrja á því að hækka lífeyri almannatrygginga almennt og að sjálfsögðu mest hjá þeim sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum.Og samhliða átti að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna.En hvers vegna var ekki byrjað á því að hækka lífeyri. Það er vegna þess að það er mun ódýrara fyrir ríkið að draga úr tekjutengingum. Ljóst er,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið ferðinni í þessu efni. Og aðferðafræðin er öll frá Sjálfstæðisflokknum eða fjármálaráðherra enda þótt málaflokkurinn heyri undir Samfylkinguna. Þess vegna er lífeyrir adraðra ekkert hækkaður almennt og bótaþegar hlunnfarnir í kjölfar kjarsamninga. Þetta er allt komið frá Sjálfstæðisflokknum en Jóhanna lætur þetta yfir sig ganga.Kjósendur Samfylkingarinnar munu ekki sætta sig við það að Sjálfstæðisflokkurin valti þannig yfir Samfylkingunsa í málaflokki,sem heyrir undir Samfylkinguna. Ef lífeyrir aldraðra og öryrkja verður ekki leiðréttur myndarlega fljótlega hefur Samfylkingin ekkert í þessari ríkisstjórn að gera.

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.blog.is--------------------------------------------------------------------------------

 N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn