Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLíeyrir aldraðra nægi fyrir framfærslukostnaði

miðvikudagur, 25. apríl 2007

Sjálfstæðismenn hafa gert mikið úr tillögum, sem þeir fluttu á landsfundi sínum um málefni eldri borgara.Tillögur þessar vigta þó mjög lítið eins og Jóhanna Sigurðardóttir benti strax á og forsvarsmenn Landssambands eldri borgara (LEB) sýna fram á í grein í Mbl. í dag. Þeir Ólafur Ólafsson formaður LEB og Einar Árnason hagfræðingur LEB skrifa um málið.

Eftirfarandi kemur m.a. fram í grein forsvarsmanna LEB: Lækkun á skerðingarhlutfalli lífeyris almannatrygginga úr 38,35 %  í 35%: Fyrir dæmigerðan ellilífeyrirsþega,sem hefur 50.000 á mánuði úr lífeyrissjóði  þýðir þetta,að hann heldur eftir 1.077 kr. meira á mánuði eftir þessa breytingu. Það eru öll ósköpin.Hin tillagan sem Sjálfstæðismenn flagga  mjög er sú, að lífeyrisþegi sem býr einn og ekkert fær úr lífeyrissjóði fái 25000 krónur úr sjóðnum þó hann hafi engin réttindi þar. Af þessu mundi 17.500 kr. fara í skatta og skerðingar þannig,að ekki yrðu eftir nema 7500 kr. á mánuði.

Þeir Ólafur og Einar benda á að ellilífeyrisþegar hafi dregist aftur úr í kjaramálum. Kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra hafi aðeins aukist um 20% frá 1995 á sama tíma og almenningur hafi fengið 60%. samkvæmt því sem stjórnvöld segi.

 Sjálfstæðismenn ræddu ekkert um það á landsfundi sínum að hækka grunnlífeyri eða tekjutryggingu eldri borgara. Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar nema neysluútgjöld einstaklinga nú 210 þúsund á mánuði.Það er því eðlilegt að lífeyrir aldraðra hækki í þá upphæð en í dag nemur lífeyririnn aðeins 113 þúsund eftir skatta hjá einhleypingum. Það er skammarlega lágt og enginn lifir mannsæmandi lífi af þeirri fjárhæð.

 

Björgvin Guðmundsson
N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn