Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



R-listinn verði áfram

laugardagur, 15. janúar 2005

 

 

Enda þótt enn sé langt til næstu borgarstjórnarkosninga er þegar farið að ræða framtíð Reykjavíkurlistans og raddir heyrast um að tími sé kominn til þess að leggja hann niður. Þessar raddir heyrast einkum úr Framsóknarflokknum en þar hafa alltaf verið einhverjir efasemdarmenn um R-listann. T.d. hefur formaður Framsóknarflokksins,Halldór Ásgrímsson,aldrei verið neitt hrifinn af R-listanum.

 

 Ég tel,að Reykjavíkurlistinn eigi að halda áfram. R-listinn hefur í stórum dráttum  staðið sig vel og Reykvíkingar hafa  verið ánægðir með listann eins og sést best á því,að listinn hefur sigrað í þrennum borgarstjórnarkosningum.Nýr borgarstjóri  hefur nýlega tekið við embætti,Steinunn Valdís Óskarsdóttir, frá Samfylkingunni. Hún hefur farið vel af stað og ef hún stendur sig vel áfram í embætti mun það styrkja R-listann í sessi og auka  líkurnar á því,að R-listinn bjóði fram áfram í næstu kosningum.

  Gestur Gestsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur norður lét þau orð falla fyrir skömmu,að leysa ætti upp R-listann og að Framsóknarflokkurinn ætti að bjóða fram sjálfstætt í næstu kosningum. Sagði hann jafnframt að skipta  ætti út öllum frambjóðendum til borgarstjórnar og hleypa nýju fólki að. Hér mun hann fyrst og fremst hafa átt við borgarfulltrúa Framsóknar,Alfreð Þorsteinsson og  Önnu Kristinsdóttur. Hér er um innanflokksátök að ræða hjá Framsókn í Reykjavík. Framsóknarmönnum gremst hve fylgi  Framsóknarflokksins í Reykjavík er lítið en samkvæmt skoðanakönnunum er það aðeins um 5%.Gestur og fleiri Framsóknarmenn vilja kenna Alfreð Þorsteinssyni og öðrum forustumönnum Framsóknar í  borgarstjórn um. En Kristinn Snæland,sem var dyggur stuðningsmaður  Framsóknar til skamms tíma, segir að sökin liggi hjá formanni Framsóknarflokksins,Halldóri Ásgrímssyni. Hann skrifar grein um mál þetta í Fréttablaðið og gagnrýnir  formann Framsóknar fyrir stefnuna í málefnum aldraðra og öryrkja og fyrir stefnuna í Íraksmálinu. Hann telur að stefna formannsins og  samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í  ríkisstjórn  hafi svipt Framsókn fylgi og eina leiðin út úr ógöngunum sé að skipta um “kallinn í brúnni”.Kristinn saknar gömlu Framsóknar,sem aðhylltist samhjálp og félagshyggju.

 Ég tel,að  sökin á fylgisleysi Framsóknar í Reykjavík liggi ekki hjá borgarfulltrúunum Alfreð og  Önnu.Þeir hafa staðið sig ágætlega.Alfreð hefur staðið sig nokkuð vel.Hann hefur  fylgt þeirri stefnu,.að Reykjavík  eigi að stuðla að  aukinni atvinnu og framkvæmdum  í Reykjavík og nágrenni og  hefur hann beitt sér fyrir því innan Orkuveitu Reykjavíkur  að Orkuveitan réðist í umfangsmikla atvinnuuppbyggingu með  orkuframkvæmdum til stóriðju.Hann hefur lagst gegn einkavæðingu Orkuveitunnar. Þessi stefna er í anda jafnaðarmanna.Ég tel að vísu að óþarfi hafi verið að byggja svo stórt hús fyrir Orkuveituna og gert var en allur R-listinn ber ábyrgð á því.

  Auðvitað kemur að því einhvern tímann, að R-listinn leysist upp og flokkarnir,sem að honum standa bjóði fram sjálfstætt  hver fyrir sig. En sá tími er ekki kominn. Rétt er einnig að hafa í huga að  þegar það gerist er mikil hætta á  því að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti meirihlutann í borgarstjórn. Þegar stuðningsmenn R-listans taka afstöðu til þess hvort R-listinn eigi að halda áfram eða ekki þurfa þeir að hafa þetta atriði í huga. Vilja þeir færa Sjálfstæðisflokknum völdin á ný í Reykjavík. Ef þeir vilja það ekki, eiga þeir að standa með Reykjavíkurlistanum áfram í næstu kosningum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Fréttablaðinu 15.jan. 2005



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn