Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnRíkisstjórnin hefur fallið á velferðarprófinu

föstudagur, 21. desember 2012

Þingkosningar nálgast og því er eðlilegt, að metið sé hvernig ríkisstjórnin hefur staðið sig og hvernig ríkisstjórn sé líklegast að taki við eftir kosningar.Hefur ríkisstjórnin staðið undir væntingum? Þetta er fyrsta hreina meirihlutastjórn vinstri manna og því voru miklar væntingar gerðar til stjórnarinnar.Mér finnst ríkisstjórnin ekki hafa staðið undir væntingum í tveimur stórum málaflokkum, velferðarmálum og fiskveiðistjórnunarmálum.Ég hefi skrifað margar greinar um velferðarmálin og einkum málefni aldraðra og öryrkja.Ég hefi í þessum greinum leitt rök að því, að ríkisstjórnin hafi ekki staðið sig í þessum málaflokki.Ríkisstjórnin hefur ekki gætt hagsmuna aldraðra og öryrkja nægilega vel.Og það sem verra er: Hún stendur ekki við fyrirheit, sem hún gaf í júní 2009 þess efnis, að lög frá 1.júlí 2009 um skerðingu kjara aldraðra og öryrkja væru tímabundin.Ég tel,að það ætti að afturkalla þau nú, þegar ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar hefur batnað.Launalækkun ráðherra,alþingismanna og embættismanna hefur þegar verið afturkölluð.Í fiskveiðistjórnunarmálum hefur ríkisstjórnin farið í öfuga átt miðað við það, sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Lofað var að fara fyrningarleiðina, að innkalla aflaheimildir á 20 árum og úthluta á ný á réttlátan hátt. En ríkisstjórnin hefur flutt frumvörp um að afhenda kvótakóngunum aflaheimildirnar til meira en 20 ára og hefur því algerlega svikið loforðið um fyrningu aflaheimilda.Upptaka veiðigjalda er skref í rétta átt en veiðigjöldin eru alltof lág. Endurreisn efnahagslífsins hefur tekist vel Ríkisstjórninni hefur hins vegar tekist vel að endurreisa efnahagslífið eftir bankahrunið. Stjórnin fór blandaða leið í því efni, beitti skattahækkunum og niðurskurði ríkisúgjalda. Stefnan í skattamálum var í anda jafnaðarmanna. Hæstu skattar voru lagðir á þá efnameiri en lægri skattar lagðir á þá, sem minni höfðu tekjurnar. Og þeir, sem höfðu lægstu tekjurnar, sluppu við skattahækkanir.Þessi skattastefna hefur aukið jöfnuð í þjóðfélaginu.Hins vegar hefur of mikið verið skorið niður í velferðarkerfinu.Endurreisn bankanna tókst vel og ríkisstjórnin gerði ráðstafanir til þess að leysa skuldavanda fyrirtækja og heimila.Heimilin telja þó ekki nóg að gert í þeim efnum og gagnrýna einkum verðtrygginguna í því sambandi.En verðtryggingin var búin að vera í gildi í langan tíma áður en hrunið varð og það er ekkert einfalt mál að afnema hana.Ég tel,að kanna mætti hvort unnt væri að afnema verðtrygginguna í áföngum á löngum tíma.En besta lausnin í verðtryggingarmálum væri að taka upp evruna og komast út úr verðbólgunni Minni verðbólga,minna atvinnuleysi,ágætur hagvöxtur Ríkisstjórninni hefur tekist að lækka verðbólguna og minnka atvinnuleysið. Henni hefur einnig tekist að koma á hagvexti hér og er hann nú meiri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar.Atvinnuleysi er einnig miklu minna hér en í löndum Evrópusambandsins.Viðreisn efnahagslífsins hér á landi hefur vakið athygli erlendis og Ísland nýtur nú á ný trausts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, gagnstætt því,sem var fyrst eftir hrun, þegar allar lánastofnanir voru Íslandi lokaðar og hætta var á þjóðargjaldþroti.Það má því segja, að ríkisstjórnin hafi unnið kraftaverk við endurreisn efnahagslífsins og fjármálalífsins.Enn er þó eftir að koma atvinnuleysinu lengra niður og það þarf að koma fjárfestingu betur í gang.Enda þótt draga hafi mátt úr stóriðju tel ég nauðsynlegt að setja í gang vissar stóriðjuframkvæmdir til þess að hjálpa atvinnulífinu, skapa aukinn hagvöxt og aukna atvinnu.Við verðum að nota öll úrræði til þess að koma atvinnulífinu í fullan gang og útrýma atvinnuleysinu. Hvernig ríkisstjórn næst? Hvernig ríkisstjórn er best að fá eftir næstu kosningar? Ég tel æskilegast að fá nýja vinstri stjórn , t.d. sömu flokka og nú eru við stjórn, ásamt Framsókn eða einum eða tveimur af nýju flokkunum.En ef það tekst ekki, væri æskilegt að fá stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins.Ég er sem sagt ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur um, að ekki megi vinna með Sjálfstæðisflokknum.Slík stjórn ætti væntanlega auðveldara með að koma í gang vissri stóriðju, sem VG stendur gegn og hún ætti að geta stuðlað að aukinni erlendri fjárfestingu hér á landi.Ég er ekki viss um, að slík stjórn mundi ná verri árangri í velferðarmálum en núverandi ríkisstjórn hefur gert.Núverandi stjórn hefur fallið á velferðarprófinu.Ef ríkisstjórnin vill bæta sig á því sviði,eru enn nokkrir mánuðir til stefnu. Björgvin Guðmundsson´ Birt í Mbl. 21.des. 2012


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn