Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Á hverju stendur,Jóhanna!

laugardagur, 12. janúar 2008

Allra augu mæna nú til Jóhönnu Sigurðardóttur,félags-og tryggingamálaráðherra.Menn bíða þess að sjá hvað hún ætlar að gera í lífeyrismálum aldraðra.Hún hefur ekkert gert enn. Hún tók við lífeyristryggingum almannatrygginga og yfirstjórn Tryggingastofnunar um síðustu áramót.En hún var byrjuð að undirbúa þá yfirtöku fyrir áramót og búin að skipa nefndir og starfshópa til þess að fjalla um þessi mál löngu fyrir áramót. En ekkert hefur samt gerst nema birting yfirlýsingar um að eitthvað verði gert  til þess að draga úr tekjutengingum á þessu ári.

Hvað dvelur orminn langa?

Hvað dvelur orminn langa?Eftir hverju bíður Jóhanna? Er hún að bíða eftir að fá grænt ljós frá íhaldinu? Ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald. Hver ráðherra ræður sínum málaflokki. Það þýðir því ekki af afsaka sig með því að það standi á Sjálfstæðisflokknum.Jóhanna verður að leggja fram sínar tillögur um hækkun á lífeyri aldraðra.Hún hefur flutt slíkar tillögur mörg undanfarin  ár,þar á meðal um afkomutryggingu aldraðra. Allar athuganir og tillögur eru því tilbúnar. Nú vantar bara viljann og kjarkinn.

Leiðréttingar má gera í áföngum

Jóhanna getur strax lagt fram tillögur um afkomutryggingu aldraðra, um að lífeyrir aldraðra hækki sjálfvirkt í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði eða neyslukostnaði, t.d. í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Leiðréttingar má gera í áföngum,þannig að aukin útgjöld dreifist á ákveðinn tíma.

Eldri borgarar vilja aðgerðir strax

Eldri borgarar vilja aðgerðir strax. Þeir gera kröfu til þess að kosningaloforðin frá sl. vori verði efnd nú þegar.

Björgvin Guðmundsson



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn