Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn?

þriðjudagur, 26. ágúst 2008

 
 
 
Samfylkingin var stofnuð  til þess að bæta kjör íslenskra launþega.Hún var stofnuð til þess að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu,til þess að binda endi á rangláta tekjuskiptingu og ójöfnuð .Flokkurinn stefndi að því að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum  og að mynda félagshyggjustjórn til þess að koma þessum markmiðum sínum í framkvæmd.Þessi markmið flokksins komu skýrt fram í kosningunum 2003. Í  þeim lagði Samfylkingin mikla áherslu á, að  gerbreyta kvótakerfinu  og að beita fyrningarkerfi í því skyni.Flokkurinn taldi,að kvótakerfið  og það hvernig því hefði verið komið á hefði átt mjög stóran þátt í því að skapa þann ójöfnuð, sem væri í landinu, mikla misskiptingu tekjuskiptingar.Samfylkingin lagði áfram áherslu á það í kosningunum 2007 að leiðrétta þyrfti tekjuskiptinguna   en minntist ekki  á kvótakerfið í því sambandi.Hins vegar lagði Samfylkingin því meiri áherslu á eflingu velferðarkerfisins í  þeim kosningum..Segja má,að efling velferðarkefisins og bætt kjör aldraðra og öryrkja hafi verið aðalabaráttumál Samfylkingarinnar  í  kosningunum sl. ár. Í þessum kosningum  barðist flokkurinn áfram fyrir stjórn félagshyggjuflokkanna, þ.e. sagði,að fyrsti valkostur væri að athuga hvort unnt  væri að mynda félagshyggjustjórn.Undirliggjandi var, að stjórnarandstaðan næði meirihluta. Það tókst ekki í kosningunum og  var þá lítið athugað með félagshyggjustjórn.Ekki var t.d. kannað hvort unnt væri að mynda ríkisstjórn allra annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins. Af einhverjum ástæðum var ekki eins inni í myndinni,að mynda stjórn, sem Framsókn ætti aðild að eins og stjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins.
 
Hvað er Samfylkingin að gera í þessari ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum? Var ekki Samfylkingin stofnuð  til þess að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum? Eru leiðtogar Samfylkingarinnar eingöngu í stjórn til þess að fá að sitja í ráðherrastólum? Eða eru það einhver stór baráttumál jafnaðarmanna, sem  Samfylkingin getur komið fram í þessari stjórn? Varla er Samfylkingin eingöngu í þessari stjórn til þess að vinna að einhveri orkuútrás? Þetta eru spurningar,sem koma upp í sambandi við þessa stjórnarsamvinnu, spurningar sem gott væri að fá svör við.Sumir gamlir kratar rifja upp, að Alþýðuflokkurinn átti gott stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn (viðreisnin) og segja,að unnt væri að endurtaka það. En þetta er ekki sambærilegt. Alþýðuflokkurinn var búinn að taka þátt í mörgum ríkisstjórnum, þegar hann myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Alþýðuflokkurinn var búinn að mynda stjórn hinna vinnandi stétta og   taka þátt í samsteypustjórnum.Hann var búinn að sanna sig sem  verkalýðs-og umbótaflokkur,m.a. í ríkisstjórn. Samfylkinign átti  hins vegar eftir að sanna sig sem slík.Hún hefði þurfti að fara fyrst í félagshyggjustjórn áður en hún færi í ríkisstjórn með   Sjálfstæðisflokknum.
 
Nú hefur stjórnarsamvinna Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks staðið í  rúma 14 mánuði ( 29..júlí).Hverju hefur Samfylkingin komið fram? Það er  ekki mikið.Sumir ráðherrar flokksins eru að vísu ansi röskir og hafa afgreitt mál vel.Ég er  t.d. ánægður með orkulög Össur..En lítið fer fyrir stórum stefnumálum jafnaðarmanna.Lítum á velferðarmálin. Dregið hefur verið úr tekjutengingum  vegna lífeyris aldraðra og öryrkja.Og skerðing tryggingabóta vegna tekna maka hefur verið afnumin.En leiðrétting á lífeyri aldraðra og öryrkja hefur ekki hafist.Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks dróst lífeyrir aldraðra mikið aftur úr launum annarra þjóðfélagshóp.Samfylkingin boðaði í  kosningunum,að hún ætlaði að leiðrétta þetta.Sú leiðrétting hefur ekki byrjað þó flokkurinn hafi setið þennan tíma í ríkisstjórn.Ekki næst heldur að byggja þau hjúkrunarheimili á tilsettum tíma,sem gefið var fyrirheit um.En unnið er að því máli.Hins vegar hefur verið unnið ágætt starf í öðrum velferðarmalim svo sem í þágu barna og ungmenna, í þágu geðfatlaðra. og fatlaðra.
 
Í skattamálum miðar hægt.Gefin voru fyrirheit um verulega lækkun skatta einstaklinga. Samfylkingin boðaði í kosningastefnuskrá að skattleysismörkin ættu að hækka í  samræmi við launabreytingar.Ef þeirri stefnu hefði verið fylgt undanfarin ár væru skattleysismörkin í dag 150 þús. kr. á mánuði..En þær ráðstafanir,sem ákveðnar hafa verið munu hækka skattleysisvörkin í 115-120 þús.  á  mánuði  í áföngum á kjörtímabilinu.Það er of lítið.Betur er gengið fram í því að  lækka skatta fyrirtækja en tekjukattar fyrirtækja lækka strax næsta ár í 15%. og þar er breytingin gerð í einum áfanga.Er hér fylgt sömu stefnu og í fyrri ríkisstjórn að láta það hafa forgang að lækka skatta fyrirtækja en að láta skattalækkanir almennnings koma siðar.Hér hefur lítil sem engin stefnubreyting orðið..Ekkert hefur heldur verið gert í því stefnumáli Samfylkingarinnar að lækka skatt á lífeyri frá lífeyrissjóðum.Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningunum sl. ár,að sá skattur yrði lækkaður. Það er mikið ranglæti að skattleggja þennan ævissparnað lífeyrisþega eins og hverjar  aðrar tekjur. Nær væri að skattleggja hann eins og fjármagnstekjur,þ.e. með 10% skatti..Talið er ,að 70-80% af lífeyri lífeyrissjóða séu fjármagnstekjur.
 
Hin stóru stefnumál jafnaðarmanna láta á sér standa í þessari ríkisstjórn.Samfylkingunni lá of mikið á að komast í stjórn,að hún gætti þess ekki að setja nægilega ströng skilyrði fyrir þáttöku í stjórninni.Þess vegna er eins og Samfylkingin verði að fara bónarveg að Sjálfstæðisflokknum,þegar hún vill leiðrétta kjör þeirra,sem verst eru settir.Kjósendur og óbreyttir liðsmenn fylgjast með. Þeir munu ekki láta hvað sem er yfir sig ganga í þessum efnum. Þeir vilja framgang þeirra umbóta fyrir aldraða og öryrkja,sem lofað var í kosningunum Framtíð   ríkisstjórnarinnar veltur á því,að staðið verði við þessi loforð.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 25.ágúst 2008


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn