Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Komið nóg af álverksmiðjum

sunnudagur, 2. október 2005

 

Mótmæli gegn framkvæmdum við Kárahnjúka hafa vakið nokkra athygli.Það er ekki aðeins, að íslenskir mótmælendur hafi verið að verki á virkjunarsvæðinu heldur hefur einnig verið þar nokkur hópur erlenda mótmælenda,nokkurs konar atvinnumótmælendur. Í fyrstu var um friðsamleg mótmæli að ræða en síðan breyttust aðferðirnar og  mótmælendur unnu nokkurt tjón einkum með því að trufla framkvæmdir m.a. með því að hlekkja sig við stórvirkar vinnuvélar.Slíkum aðferðum er ekki unnt að mæla bót.Árangur hefði áreiðanlega orðið meiri af mótmælunum,ef þeir hefðu haldið sig við löglegar aðferðir.

Vill sem flestar álverksmiðjur!

 Mótmælendur sögðust vera umhverfisverndarsinnar,sem berðust gegn spjöllum á íslenskri náttúru. Það kann vel að vera rétt.Atburðirnir við Kárahnjúka leiða hugann að því á hvaða vegi Íslendingar eru staddir í virkjana- og stóriðjumálum. Það er búið að reisa margar álverksmiðjur hér á landi og ekkert lát virðist þar á. Núverandi iðnaðarráðherra virðist vilja fá sem flestar álverksmiðjur og til þess þarf mikla raforku,margar virkjanir.

 

Atvinnulífið fjölbreyttara nú

 

 Þegar fyrsta álverksmiðjan var reist hér á landi í Straumsvík var mikill meirihluti landsmanna því hlynntur. Það vantaði þá tilfinnanlega fleiri stoðir undir íslenskt atvinnulíf. Við vorum þá of háðir sjávarútveginum og íslenskt efnahagslíf viðkvæmt fyrir öllum sveiflum í fiskveiðum og sölu á sjávarafla. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. 40 ár eru liðin. Íslenskt atvinnulíf er í dag mikið fjölbreyttara en áður. Nýjar atvinnugreinar hafa vaxið upp eins og hugbúnaðariðnaður. Ferðaiðnaðurinn hefur blómgast. Ýmis konar annar iðnaður hefur eflst  eins og lyfjaframleiðsla.

 

Útrás íslenskra fyrirtækja

 

Og á síðustu árum hefur fjármálastarfsemi orðið útflutningsvara.Á sviði hennar hafa íslenskir bankamenn gert útrás  til útlanda ásamt  öðrum stórathafnamönnum,sem fjárfest hafa í fjölda fyrirtækja erlendis. Þegar svona er komið er ekki þörf  á því að reisa fleiri hráálsverksmiðjur hér á landi. Það er komið nóg. Nú þurfum við  fremur að snúa okkur að úrvinnslu úr áli hér á landi. Og við þurfum að efla ýmis  konar úrvinnslu úr íslenskum  fiski til þess að skapa meira verðmæti úr fiskinum. Við skulum ekki reisa fleiri stórvirkjanir vegna hráálsverksmiðja. Æskilegra er að virkja gufuaflið úr iðrum jarðar. Það hefur minni náttúrurspjöll í för með sér.

 

Mengun og spjöll á náttúrunni

 

Því verður ekki neitað,að  stóriðjuframkvæmdir og virkjanir í þeirra þágu hafa í för með sér nokkur náttúruspjöll.Nokkur mengun er einnig frá álverksmiðjum enda þótt gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að draga úr slíkri mengun með góðum árangri. Norðmenn eru hættir að virkja sína fossa og stórfljót.Þeir vilja vernda náttúruna en þeir hafa einnig ennþá næga olíu og gas.Við skulum nú hafa kaflaskipti í stóriðjuframkvæmdum ,ekki reisa fleiri stórar álverksmiðjur og ekki reisa fleiri stórvirkjanir  í okkar fljótum og fossum. Virkjum heldur jarðhitann til hins ítrasta.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Birt í Morgunblaðinu í sept. 2005

 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn