Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnEr búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?

laugardagur, 26. nóvember 2016

Það vakti mikla athygli,þegar forseti Íslands ákvað að veita engum einum umboð til stjórnarmyndunar eftir að Katrín Jakobsdóttir skilaði umboðinu.Forseti veitti stærsta flokknum fyrst umboðið,síðan þeim næststærsta og þá var röðin komin að Pirötum,þriðja stærsta flokknum.En það féll ekki í kramið hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og raunar heldur ekki hjá Viðreisn.Þessir flokkar munu örugglega hafa talað gegn því við forsetann,að Piratar fengju umboðið.Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru ennþá í stjórn,starfsstjórn .Þá vantar bara góða hækju og hún er innan seilingar.Það er nærtækast fyrir Bjarna Ben að kippa frænda sínum,Benedikt, inn í stjórnina og þá er þetta komið.Það vakti athygli,þegar forseti Íslands sagði við fjölmiðla,að hann teldi að unnt yrði að mynda stjórn mjög fljótlega er líklegt,að hann hafi haft eitthvað fyrir sér í því.Sennilega hefur Bjarni Ben sagt forseta,að hann gæti myndað stjórn á nokkrum dögum ( Með Framsókn og Viðreisn).Benedikt formaður Viðreisnar lýsti því margoft yfir,að hann ætlaði ekki að verða 3.hjól undir núverand ríkisstjórn og hann endurtók þessa yfirlýsingu eftir kosningar.En margir töldu,að hún mundi ekki gilda lengi.Og málefni mundu ekki lengi standa í veginum.Ráðherrastólarnir yrðu mikilvægari í augum Viðreisnar þegar til kastanna kæmi. Málefnin lönd og leið? Viðreisn fær engar umbætur í landbúnaðar-eða sjávarútvegsmálum í samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn; fær kannski loðna yfirlýsingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB ( aðildarviðræður),sem fram færi einhvern tímann á kjörtímabilinu.Ég spái því,að Viðreisn verði strax eins og gömlu flokkarnir,svíki öll kosningaloforðin strax. Viðreisn sleit viðræðum um 5 flokka stjórn áður en upp úr málefnum hafði slitnað.Benedikt þóttu viðræðurnar ganga of vel.Hann óttaðist,að samkomulag næðist.Þetta átti bara að vera leikrit.Hann sagði þess vegna: Ég hef ekki trú á þessu.Og gékk út. Mín kennning er þessi: Það var alltaf meining Bjarna og Benedikts að mynda stjórn saman. Það þurfti aðeins að setja á svið leikrit áður til þess að kjósendur sæju ekki að Viðreisn hlypi beint í fangið á Sjálfstæðisflokknum.Nú er leikritinu lokið og þá er unnt að koma stjórninni á koppinn: Sömu stjórn og áður með Viðreisn sem hækju.Viðræður Viðreisnar við fjórflokkinn voru því aðeins til málamynda. Björgvin Guðmundsson


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn