Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Framsókn var á móti EES

miðvikudagur, 26. nóvember 2003

 

 

Undanfarið hefur mikið verið rætt um Evrópska efnahagssvæðið í tilefni af stækkun Evrópusambandsins en við það stækkar EES.Stjórnmálamenn lofa og  prísa Evrópska efnahagssvæðið  og virðast allir sammála um  ágæti þess enda þótt þá greini á um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. En hefur þetta alltaf verið svo? Nei,öðru nær. Þegar  aðild að EES var á dagskrá ríktu hatrammar  deilur um málið hér á landi.Í upphafi voru bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á móti aðild Ísland að EES. Sjálfstæðismenn vildu í upphafi að  í staðinn yrði gerður tvíhliða samningur við ESB. Framsókn var  á móti aðild. Þegar greidd voru atkvæði um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu  greiddu þingmenn  Framsóknar atkvæði á móti. Halldór Ásgrímsson sat hjá!

 

 Jón Baldvin knúði málið í gegn

 

Ef  einhver einn stjórnmálamaður á heiðurinn af aðild Íslands að EES er það Jón Baldvin Hannibalsson. Hann  barðist ótrauður fyrir aðild Íslands að EES. Úr herbúðum Framsóknar heyrðust háværar raddir um,að það væri stjórnarskrárbrot að ganga í Evrópska efnahagssvæðið. Ísland væri að afsala sér verulegum hluta af sjálfstæði sínu með því að gerast þar aðili. En Jón Baldvin,sem þá var utanríkisráðherra, lét slíkar raddir ekki á sig fá. Hann hélt ótrauður baráttunni áfram, fékk það samþykkt á alþingi að Ísland gengi í EES og skrifaði sjálfur undir samning þar um í Oporto í Portugal. Nú vildu allir Lilju kveðið  hafa.

 

ESB neitar að endurskoða EES

Ísland og Noregur hafa ítrekað óskað eftir því við ESB,að EES samningurinn væri endurskoðaður. T.d. hafa ríkin óskað eftir því,að samningurinn tæki til allra sjávarafurða en svo er ekki í dag.Einnig hafa ríkin óskað eftir því að  fá aðkomu að fleiri málum hjá ESB en þau fá í dag. ESB  sagði meðan samningaviðræður um stækkun ESB stóðu yfir,að endurskoðun EES samningsins yrði tekin á dagskrá þegar stækkunarferlinu væri lokið. En nú er ljóst,að ekkert verður af endurskoðun á EES samningnum. Það vantar áhugann hjá ESB.EFTA ríkin verða að sætta sig við það nema þau vilji ganga í ESB. Hugsanlegt er,að Noregur  óski eftir aðild að ESB eftir næstu þingkosningar þar í landi. En Ísland sækir ekki um inngöngu á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Aðild að ESB er ekki á dagskrá hjá núverandi stjórn.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur


-----------------------------------------------------------------------------  
Ráðherrar Alþýðuflokksins  innleiddu

frelsi á sviði viðskipta og fjármagnsflutninga hér á landi: Gylfi Þ.Gíslason,Jón Baldvin Hannibalsson og Jón Sigurðsson.
Sjálfstæðisflokkurinn dró lappirnar. 



N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn