Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk

þriðjudagur, 15. nóvember 2016

Hvernig á að efla Samfylkinguna á ný til þess að hún geti gegnt sínu hlutverki sem flokkur jafnaðarmanna á Íslandi? Spurt hefur verið: Er klassískur jafnaðarmannaflokkur ef til vill orðinn tímaskekkja? Ég svara því neitandi. Flokkur jafnaðarmanna á enn erindi við Íslendinga, þrátt fyrir miklar breytingar á þjóðfélaginu og bætt kjör verkalýðsins frá árdögum verkalýðshreyfingarinnar.Aðalbaráttan er ekki í dag eins og í upphafi: Barátta fyrir brauði og fyrir því að komast af. Nú er það barátta fyrir bættum kjörum allra launþega og einkum þeirra lægst launuðu, barátta fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og fyrir hagsmunum allra þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni.Og því miður býr enn í dag alltof stór hópur fólks við sára fátækt, þar á meðal mörg börn og þeir lífeyrisþegar, sem aðeins hafa lífeyri frá almannatryggingum. Samfylkingin á að vera launþegaflokkur Ég mun nú lýsa í stórum dráttum því, sem ég tel , að Samfylkingin, Jafnaðarmannaflokkur Íslands, eigi að leggja höfuðáherslu á en ég tel, að þau mál muni stuðla að eflingu flokksins .Okkar höfuðmarkmið á að vera að berjast fyrir launþega landsins. Allir launþegar, verkamenn, sjómenn,iðnaðarmenn,skrifstofumenn,verslunarmenn og allir aðrir, sem selja vinnu sína eru verkalýður Íslands, sem Samfylkingin á að berjast fyrir sem jafnaðarmannaflokkur.Við þurfum að efla tengsl okkar við verkalýðshreyfinguna.Samfylkingin á að vera launþegaflokkur,verkalýðsflokkur. Þó þetta markmið eigi að vera í forgangi breytir það því ekki, að Samfylkingin á einnig að berjast fyrir smáatvinnurekendur(smáfyrirtæki) og smábændur, sem oft eiga í höggi við stóratvinnurekendur og verða fyrir barðinu á samkeppnishömlum. Samfylkingin á að gæta þess, að heilbrigð og eðlileg samkeppni ríki og að ekki sé reynt með samkeppnishömlum að hindra eðlilega starfsemi smáatvinnurekenda. Þess vegna þarf ætíð að gæta þess, að samkeppnislöggjöf og neytendalöggjöf sé nægilega fullkomin. Samfylkingin á að berjast gegn einokun, gegn hvers konar samkeppnishömlum og hringamyndunum. Samfylkingin á að vera neytendaflokkur.Samfylkingin á að vera brjóstvörn einyrkja og annarra smáatvinnurekenda. Samfylkingin á að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja.Samfylkingin er sósialdemokratiskur flokkur sem aðhyllist blandað hagkerfi eins og bræðraflokkarnir í Evrópu. Á að berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja Af því sem nú hefur verið sagt er ljóst, að ég tel að Samfylkingin eigi fyrst og fremst að vera launþegaflokkur og flokkur lífeyrisfólks..Ekki er víst,að allir jafnaðarmenn séu sammála um það. En ég er eindregið þessarar skoðunar.Ég tel, að Samfylkingin eigi sem jafnaðarmannaflokkur að reyna að safna sem flestum launþegum undir merki sitt. Þegar það hefur tekist að verulegu leyti, getur Samfylkingin sótt inn að miðjunni en fyrr ekki. Samfylkingin á að hlusta á launþega og taka upp sem flest baráttumál þeirra. Samfylkingin á einnig að berjast fyrir hagsmunamálum neytenda. Og mjög mikilvægt verkefni Samfylkingarinnar er að berjast fyrr bættum kjörum aldraðra og öryrkja.Hluti lífeyrisþega á við mjög bág kjör að búa, hefur varla í sig og á þó fráfarandi ríkisstjórn hafi þóttst vera að bæta kjör þeirra. Sem fyrr segir býr hluti lífeyrisþega við sára fátækt og það er verkefni Samfylkingarinnar að berjast gegn fátækt á Íslandi hvar sem hana er að finna.Það á að vera eitt helsta verkefni Samfylkngarinnar að útrýma fátækt. Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginu Samfylkingin á að vinna að auknum jöfnuði i þjóðfélaginu,jafnari tekjuskiptingu .Þetta á að gera með breytingum á skattakerfinu til tekjujöfnunar og með almannatryggingakerfinu. Einnig þarf að tryggja það, að þjóðin fái eðlilegt afgjald af auðlindum landsins.Brýnast er nú að leiðrétta þá skekkju sem er í innheimtu afgjalds af sjávarauðlindinni en veiðigjaldið, sem útgerðin verður að greiða, er alltof lágt eins og sést best á þeim mikla hagnaði, sem útgerðin hefur í dag. Ofsagróði útgerðarinnar í dag á stóran átt í aukinni misskiptingu í þjóðfélagnu og ósætti um þessa mikilvægu sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu Liður í jafnaðarstefnu er að tryggja öllum jafnan aðgang að menntun án tillits til efnahags; einnig að tryggja öllum gjaldfrjálsan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Enginn á að þurfa að neita sér um skólagöngu vegna efnahags og sama gildir um heilbrigðiskerfið.Enginn á að þurfa að neita sér um heilbrigðisþjónustu af efnahagsástæðum.Ástandið er þannig í dag, að sumir eldri borgarar og öryrkjar verða stundum að neita sér um læknishjálp af efnahagsástæðum og geta jafnvel ekki leyst út lyfin sín. Þetta er vegna þess, að stjórnvöld hafa svikist um að veita lífeyrþegum það góð kjör, að þeir geti alltaf veitt sér læknishjálp og lyf.Samfylkingin á að berjast fyrir lægra lyfjaverði, m.a. með afnámi virðisaukaskatts af lyfjum. Hafa knúið fram mörg umbótamál Íslenskir jafnaðarmenn geta litið stoltir til baka til þeirra mörgu umbótamála,sem þeir hafa átt stærsta þáttinn í að koma í framkvæmd.Þar má nefna almannatryggingarnar, togaravökulögin, byggingu verkamannabústaða,orlofslögin,atvinnuleysistryggingar og launajafnrétti karla og kvenna svo helstu mál séu nefnd. Jafnaðarmenn hafa unnið mikið i verkalýðshreyfingunni,gegnt þar forstu og öðrum trúnaðarstörfum.Sem slíkir hafa þeir stuðlað að framgangi ýmissa umbótamála svo sem stofnun lífeyrissjóða,styttingu vinnutíma ,setningu laga um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóma og slysa, stofnun sjúkrasjóða ,setningu vinnulöggjafar o.fl. l Ýmsir jafnaðarmenn og stuðningsmenn jafnaðarstefnu telja ef til vill, að umbótabaráttunni sé að mestu lokið en því fer víðs fjarri . Enn er mikið verk að vinna.Staða aldraðra og öryrkja er óviðunandi, kjör láglaunafólks eru alltof slæm og langt er í land að ná algeru launajafnrétti karla og kvenna. Það er því vissulega enn verk að vinna fyrir flokk jafnaðarmanna,Samfylkinguna. Og þeir jafnaðarmenn og fylgjendur jafnaðarstefnu, sem töldu,að starfinu væri að mestu lokið þurfa að endurskoða afstöðu sína og koma á ný til stuðnings flokki jafnaðarmanna. Það er mikið verk óunnið. Björgvin Guðmundsson Jafnaðarmaður í 67 ár


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn