 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar sagði m.a. eftirfarandi í áramótaávarpi sinu:
Samfylkingin hefur á þessum fyrstu mánuðum í ríkisstjórn lagt megináherslu á velferðarmálin með sérstaka áherslu á umtalsverðar kjarabætur fyrir lífeyrisþega og öryrkja, aðgerðir í þágu barna og nýja sókn í jafnréttismálum. Þá er hafin löngu tímabær vinna við heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins í félagsmálaráðuneytinu. Á næstum mánuðum verður einnig gripið til aðgerða til að tryggja félagsleg úrræði í húsnæðismálum, þar sem staðan er algerlega óviðunandi fyrir ungt fólk og lágtekjuhópa.
Það er rétt,að Samfylkingin hefur lagt áherslu á aðgerðir i þágu barna og nýja sókn í jafnréttismálum.Einnig er endurskoðun almannatrygginga hafin. En engar kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja hafa enn tekið gildi enda þótt 7 1/2 mánuður sé liðinn frá því að Samfylkingin kom til valda.Lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum hefur ekki verið hækkaður um eina krónu enn,fyrir tilstuðlan núverandi ríkisstjórnar. Það eina,sem hefur tekið gildi er að dregið hefur verið úr bótaskerðingu þeirra,sem orðnir eru 70 ára og vinna. Einnig hefur ríkisstjórnin lýst því yfir,að hún ætli fra 1.júlí n.k. að draga úr bótaskerðingu 67-70 ára sem eru á vinnumarkaði.En ekkert hefur verið gert í því að hækka lífeyri almannatrygginga til þeirra sem eru hættir að vinna en það er mikill meirihluti ellilífeyrisþega. Það á ekki að mismuna lífeyrisþegum. Það
á að bæta kjör allra lífeyrisþega jafnt.
Björgvin Guðmundsson
|