
Á fréttavef ríkisútvarpsins er ítarleg frásögn af áliti nefndar um eignarhald á fjöldmiðlum,sem verið hefur til umfjöllunar í ríkisstjórn. Kennir þar margra grasa. M.a. segir í nefndarálitinu,að fyrirtæki,sem eru í öðrum rekstri en fjölmiðlarekstri skuli ekki eiga ljósvakamiðla.( A.m.k. er það ein hugmynd nefndarinnar) Þá segir og ,að nýjar reglur eða lög um þetta efni skuli vera afturvirk. Samkvæmt því virðist stefnt að því að ógilda kaup Baugs og Íslenskrar erfðagreiningar á Norðurljósum. Mundi Jón Ólafsson þá væntanlega eignast Norðurljós á ný. Er þá væntanlega kominn fram tilgangur nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar: Sem sagt sá,að færa Jóni Ólafssyni Norðurljós á ný!
Furðulegt nefndarálit
Nefndarálitið um eignarhald á fjölmiðlum er allt hið furðulegasta. Virðist sem tilgangur nefndarinnar hafi verið sá,að finna leið til þess að koma í veg fyrir að Baugur gæti átt ráðandi hlut í Norðurljósum.Verður þó ekki séð,að unnt sé að koma í veg fyrir að vissir aðilar eigi í sjónvarpsstöð. Ef banna á fyrirtæki eins og Baugi að eiga í sjónvarpsstöð,sem væri líklega brot á stjórnarskránni, þá væri það hið auðveldasta fyrir eigendur Baugs að eiga persónulega í stöðinni í staðinn.Ekki er unnt að banna mönnum eins og Jóni Ásgeiri og Jóhannesi að kaupa hlut í sjónvarpsstöð.
Hver er tilgangurinn?
Ekki fæst séð hver tilgangurinn er með þeim reglum,sem framangreind nefnd hefur velt fyrir sér. Hið eina sem þarf að gæta að er, að fjölmiðlar misnoti ekki aðstöðu sína. Samkeppnisstofnun getur gætt þess. Ef fjölmiðlar misnota ekki aðstöðu sína kemur stjórnvöldum ekkert við hverjir eiga fjölmiðlana. Vinnubrögð fjölmiðlanefndarinnar minna mjög á vinnubrögð í Sovetríkjunum sálugu en ekki á vinnubrögð á Íslandi dagsins í dag.
Björgvin Guðmundsson
|