Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja aðeins afturkölluð að hluta til

miðvikudagur, 6. nóvember 2013

Ný ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur tekið við völdum.Flokkar þeir, sem mynda stjórnina, gáfu mjög hástemmd loforð fyrir kosningar, fyrst og fremst varðandi skuldavanda heimilanna. Væri ef til vill réttnefni að kalla ríkisstjórnina loforðastjórnina.En stjórnarflokkarnir lofuðu fleiru en að leysa skuldavanda heimilanna. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu því ákveðið í aðdraganda kosninganna að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 2009.Framsóknarflokkurinn lofaði því einnig í kosningabaráttunni að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans, þ.e. vegna þess, að lægstu laun hækkuðu meira en lífeyrir aldraðra og öryrkja.Lífeyrir þessara hópa var í frosti mestallan krepputímann.Landsfundir beggja stjórnarflokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, samþykktu fyrir kosningar, að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 og leiðrétta kjaragliðnunina, sem átt hafði sér stað sl. 4 ár. Ég var mjög ánægður að sjá þessar samþykktir landsfunda flokkanna og að heyra yfirlýsingar frambjóðenda um sama efni. Ég taldi víst, að mikið starf kjaranefndar FEB á alþingi sl. vetur hefði borið árangur en fulltrúar nefndarinnar áttu fundi með formönnum allra þingflokkanna, formönnum allra nýju flokkanna og með þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Einnig átti Landssamband eldri borgara fundi með þingflokkum. Ég var farinn að trúa því, að staðið yrði við framangreindar ályktanir flokkanna og yfirlýsingar frambjóðenda. Vonbrigðin urðu því mikil, þegar ég las stjórnarsáttmálann og sá, að aðeins átti að standa við lítinn hluta af kosningaloforðunum.Þar stendur að afturkalla eigi skerðingu á frítekjumarki vegna atvinnutekna og fjármagnstekna en ekkert er minnst á aðra og þungbærari kjaraskerðingu, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir 1.júlí 2009. Og ekkert er heldur minnst á að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar sl. 4 ár.En hver var þungbærasta kjaraskerðingin 1.júlí 2009? Hún var sú, að farið var að reikna greiðslur úr lífeyrissjóðum með tekjum við útreikning á grunnlífeyri og að skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,35% í 45%. Þetta tvennt verður einnig að leiðrétta strax enda því lofað fyrir kosningar og á landsfundum beggja stjórnarflokkanna. Það verður að efna öll þessi kosningaloforð strax í sumar eins og lofað var. Breytt aðferð við útreikning á grunnlífeyri skerti tekjur yfir 5000 ellilífeyrisþega og 19000 ellilífeyrisþegar urðu fyrir tekjuskerðingu vegna hækkunar á skerðingaarhlutfalli tekjutryggingar. Er verið að blekkja kjósendur? Það eru sjálfsagt einhverjar ástæður fyrir því, að stjórnarflokkarnir ákváðu að afturkalla aðeins hluta af kjaraskerðingunni frá 2009.Sennilega er ástæðan sú, að flokkarnir hafa talið, að öll afturköllunin yrði of dýr fyrir ríkissjóð.En þá hefði átt að segja það fullum fetum.Það er alltaf verið að tala um, að taka þurfi upp ný vinnubrögð í stjórnmálunum.Það er sagt, að stjórnmálamenn þurfi að koma hreint fram og segja kjósendum sannleikann. Þegar Bjarni Benediktsson talaði hreint út í sjónvarpi um innanflokksátökin í Sjálfstæðisflokknum, hlaut hann lof fyrir og aukið fylgi. En þegar yfirlýsingar forsætisráðherra um kjaramál aldraðra og öryrkja eru skoðaðar kemur í ljós, að sami feluleikur og áður er á ferðinni.Það er látið líta þannig út, að ríkisstjórnin ætli að afturkalla alla skerðinguna á kjörum aldraðra og öryrkja en ætlunin er að afturkalla aðeins lítinn hluta hennar og þann, sem kostar minnst fyrir ríkissjóð.Það er engu líkara en, að það sé vísvitandi verið að blekkja kjósendur. Það verður fylgst vel með því, að stjórnarflokkarnir efni kosningaloforðin bæði um lausn á skuldavanda heimilanna en einnig varðandi kjör aldraðra og öryrkja.Eins og ég hefi getið um áður hafa lífeyrisþegar orðið að taka á sig yfir 17 milljarða kr. kjaraskerðingu vegna laganna frá 2009.Eðlilegast væri að aldraðir og öryrkjar fengju bætur fyrir allri þeirri kjaraskerðingu.En það eina, sem lífeyrisþegar geta gert sér vonir um er að fá lagaákvæðin um kjaraskerðinguna frá í 2009 felld úr gildi og málin færð til fyrra horfs.En þá er eftir að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Ef það væri gert í einum áfanga og lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 20% til þess að ná þeirri kauphækkun, sem láglaunafólk hefur fengið sl. 4 ár umfram hækkun á lífeyri, þá mundi það kosta aðra 17 milljarða ( 10 milljarða fyrir aldraða og 7 milljarða fyrir öryrkja).Þó væri engin afturvirkni þar innifalin. Leiðrétting þolir enga bið.Fyrrverandi ríkisstjórn hafði leiðréttingar af öldruðum og öryrkjum á þeim forsendum, að það ætti að fara að samþykkja ný lög um almannatryggingar. Nú er ljóst,að þau lög verða ekki samþykkt í bráð. Í stjórnarsáttmálanum segir,að endurmeta eigi frv. um almannatryggingar.Það getur því dregist lengi.Því miður virðist svo sem nýja ríkisstjórnin ætli að leika sama leikinn og fyrri ríkisstjórn í málefnum aldraðra og öryrkja.Ætla stjórnmálamenn aldrei að læra neitt? Björgvin Guðmundsson Birt í Mbl. 11.júní 2013


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn