Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Ríkisstjórnin hefur brugðst í velferðarmálum

þriðjudagur, 12. janúar 2010

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG  hefur nú verið  við völd í rúmt 1 1/2 ár.En áður  var hér minnihlutastjórn sömu flokka í 1 ár.Aðalverkefni ríkisstjórnarinnar hefur verið endurreisn íslensks efnahagslífs eftir hrun banka og fyrirtækja,sem varð hér haustið 2008.Mér finnst ríkisstjórninni hafa tekist  nokkuð vel að endurreisa efnahagslífið  og þar með bankana.Vextir hafa lækkað mikið, verðbólgan er á  hraðri niðurleið, atvinnuleysið er farið að minnka, góður afgangur er á vöruskiptajöfnuðinum í stað mikils halla áður og endurreisn bankanna hefur tekist vel.Hins vegar er ég mjög óánægður með það  hvernig ríkisstjórnin hefur haldið á velferðarmálunum.Félagshyggjumenn bundu vonir við, að ríkisstjórn jafnaðarmanna mundi standa vörð um  almannatryggingarnar og heilbrigðiskerfið.En þær vonir hafa brugðist.Í velferðarmálum hefur ríkisstjórnin hagað sér eins og hrein íhaldsstjórn.Ríkisstjórnin lýsti því yfir við valdatöku sína, að hún ætlaði að koma hér  á  velferðarsamfélagi að norrænni fyrirmynd en það hafa reynst örgustu öfugmæli.
 
Sársaukafullar aðgerðir í ríkisfjármálum
 
Verkefni ríkisstjórnarinnar er erfitt. Hún þarf að rétta af fjárhag ríkisins á 3-4 árum..Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bera höfuðábyrgð á bankahruninu  með klaufalegri einkavæðingu bankanna og lélegri efnahagsstjórn.Tekjur ríkisins hríðféllu við efnahagshrunið 2008.  Það kom í hlut núverandi stjórnarflokka að gera sársaukafullar aðgerðir í ríkisfjármálum. Það hefur verið gert bæði með skattahækkunum og niðurskurði ríkisútgjalda.Ég tel að haldið hafi verið  nokkuð vel á skattahækkunum. Þeim lægst launuðu hefur verið hlíft..Hins vegar hefur ekki  tekist eins vel með niðurskurð ríkisútgjalda.Ríkisstjórnin lofaði að standa vörð um velferðarkerfið en hún hefur ekki staðið við það. Strax 1.júlí  2009 var ráðist á almannatryggingarnar og m.a. skornar niður bætur aldraðra og öryrkja.Gerði þáverandi félagsmálaráðherra þetta með mjög skömmum fyrirvara.Kom það mjög illa við lífeyrisþega ,ekki hvað síst  öryrkja.Ég fullyrði,að það hefði mátt sleppa niðurskurði í almannatryggingum.Þetta voru 4-5 milljarðar á ársgrundvelli  eða svipuð upphæð og nam  auknum og óvæntum tekjum ríkissjóðs vegna aukinna  skerðinga tryggingabóta  af völdum meiri fjármagnstekna lífeyrisþega en reiknað hafði verið með.Árásin á kjör aldraðra og öryrkja var því óþörf..
 
Laun hækka-lífeyrir lækkar
 
Láglaunafólk á almennum vinnumarkaði hefur fengið 16% kauphækkun frá ársbyrjun 2009..Á sama tíma hefur lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki hækkað um eina krónu.Raungildi lífeyris hefur því lækkað vegna verðbólgunnar.En láglaunafólk hefur getað varist verðbólgunni vegna þeirra launahækkana sem það hefur fengið.Hér gætir mikils misréttis.Og sennilega er hér um brot á jafnréttisákvæðum laga að ræða.Það var áður lögbundið að lífeyrir  ætti að hækka í samræmi við hækkun launa láglaunafólks.Það er liðin tíð.. Laun eru hækkuð en lífeyrir rýrnar og ráðist er á kjör lífeyrisþega.Þetta gerist á valdatíma félagshyggjustjórnar.Lífeyrisþegar hafa ekki verkfallsvopn..Þeir verða að treysta á að verkalýðshreyfingin gæti hagsmuna þeirra. Við gerð stöðugleikasáttmálans gleymdust aldraðir og öryrkjar. En nú vill verkalýðshreyfingin bæta úr því. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ lýsti því yfir fyrir skömmu,að við launahækkanir ætti lífeyrir lífeyrisþega að hækka jafnmikið.
 
Hjúkrunarrúmum aldraðra fækkað!
 
Ekki hefur tekist betur til í heilbrigðismálum en á sviði almannatrygginga við niðurskurð útgjalda..Niðurskurður þar hefur verið mjög harkalegur og klaufalegur.Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2011 var  lagt fram með gífurlegum niðurskurði heilbrigðisstofnana. Var skorið svo  heiftarlega niður að erfitt er að reka heilbrigðisstofnanir víða úti á landi eftir slíkan niðurskurð.M.a. var fækkað rúmum á hjúkrunarheimilum og hjúkrunardeildum, einkum á Akureyri en það hefur verið stefnumál Samfylkingarinnar að  fjölga slíkum rúmum.Hér var mjög klaufalega staðið að málum, þar eð ljóst var,að ríkisstjórnin kæmist aldrei upp með svo harkalegan niðurskurð í heilbrigðisstofnunum úti á landi enda ekki skynsamlegt að ráðast í hann..Heilbrigðisþjónustan flokkast undir velferðarkerfið og því má segja,að ríkisstjórnin hafi ekki aðeins lofað að standa vörð um almannatryggingarnar heldur einnig um heilbrigðiskerfið.Hún verður að standa við hvort tveggja,ef hún ætlar að sitja áfram.
Ekki verður skilist við umfjöllun um ríkisstjórnina án þess að minnast á kvótakerfið og fyrningarleiðina. Allt bendir nú til þess að þetta stóra kosningamál verði svikið.Jafnvel er nú rætt um að úthluta kvótahöfum ( kvótakóngunum) veiðiheimildum til lengri tíma en áður,jafnvel  15-25 ára. Þetta er alger svívirða og mestu kosningasvik í sögu lýðveldisins, ef af verður.Ég veit ekki hver afstaða mín verður til Samfylkingarinnar, ef þessi svik verða framkvæmd. Ég  trúi því ekki að svo verði og vona að stuðningsmenn fyrningarleiðarinnar í þingflokki Samfylkingarinnar taki  í taumana og afstýri stórslysi
 
 
Björgvin Guðmundsson
 
 
Birt í Morgunblaðinu 1.desember 2010
 
 
 


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn