Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafn



Aldraðir hlunnfarnir hvað eftir annað

laugardagur, 10. apríl 2010

Hver er staðan í kjaramálum aldraðra? Var staðan orðin það góð,að ekki væri   þörf á því að láta þá fá sömu kjarabætur og launþegar fengu? Var af þessum sökum óhætt að skerða kjör aldraðra á sl.ári? 
Um þessar spurningar og fleiri verður fjallað  í þessari grein. Þess varð vart við myndun núverandi ríkisstjórnar,að ýmsir forráðamenn stjórnarinnar teldu,að aldraðir hefði fengið svo miklar kjarabætur,þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra,að ekki væri þörf á því  að bæta kjör aldraðra frekar. En hverjar eru staðreyndir málsins? Þær eru þessar: Kjör aldraðra voru vissulega bætt, þegar Jóhanna var félagsmálaráðherra í stjórn Geirs H.Haarde.En kjörin voru þá fyrst og fremst bætt hjá þeim sem voru úti á vinnumarkaðnum með því að setja rúmt frítekjumark vegna atvinnutekna.Einnig var hætt að skerða lífeyri aldraðra vegna tekna maka.Og að lokum var sett lágmarksframfærslutrygging,150 þús. kr. á mán. fyrir einstaklinga fyrir skatt 1.september 2008.Það vantaði hins vegar í þessar aðgerðir að hækka lífeyri aldraðra myndarlega hjá þeim,sem hættir voru að vinna.Það eru aðeins vissir aldraðir,sem hafa það góða heilsu að þeir geti  haldið áfram störfum eftir að ellilífeyrisaldri en náð og hinir   eiga einnig að geta lifað sómamsamlegu lífi ekki síður en þeir,sem eru á vinnumarkaðnum
.
Lítill hópur fékk góða hækkun
Þegar lágmarksframfærslutryggingin var sett 150 þús. kr. fyrir skatt fengu hana aðeins 412 aldraðir einstaklingar.Það hefur mikið verið talað um að  þeir hafi fengið mikla hækkun í hundraðshlutum.Það er rétt en það voru aðeins nokkrir einstaklingar sem fengu hækkunina.Lágmarksframfærslutryggingin er 180 þús kr.. fyrir skatt í dag eða 157 þús. kr., eftir skatt .Sagt er að  þetta sé hærra en lágmarkskaup launþega. En  á það ber að líta að sem betur fer eru mjög fáir á lágmarkskaupi launþega.Það eru  tugir þúsunda launþega,sem fá kauphækkanir  í ár og fengu  sl. ár. En það eru enn aðeins rúmlega 400 manns ,sem njóta lágmarksframfærslutryggingar aldraðra.Strax og ellilífeyrisþegi  fer í sambúð eða býr með öðrum lækkar lífeyrir hans um 27 þús. á   mánuði  og fer í 153 þús. kr. fyrir skatt.
Skammarlega lágt
Er 180 þús. kr. lífeyrir  fyrir skatt,157 þús. eftir skatt, eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir? Ég segi nei.Þetta er skammarlega lágur lífeyrir  og enginn getur lifað mannsæmanbdi lífi af þessari hungurlús.
Hagstofan birtir á hverju  ári rannsókn og útreikning á því hvað  fjölskyldur og einstaklingar þurfi mikið til jafnaðar til neyslu. Þessar tölur voru síðast birtar í desember 2009. Þá voru það 297 þús kr.. sem einstaklingar þurftu til neyslu,framreiknað til þess tíma.Engir skattar eru í þessum tölum,hvorki tekjuskattar né fasteignagjöld og ýmislegt fleira vantar í tölurnar. En tala Hagstofunnar, þ.e. 297 þús. kr.. á mánuði fyrir einstaklinga er sambærileg tölunni 157 þús. kr. á mánuði ,sem Tryggingastofnun skammtar einhleypum ellilífeyrisþegum.Hér er átt við lífeyri eftir skatt. Ef lífeyrir TR ætti að duga einnig fyrir skattgreiðslum og miðað væri við neyslurannsókn Hagstofunnar þyrfti lífeyririnn að vera rúmlega 400 þús. kr. á mánuði hjá einstaklingum. 
 Af því sem hér hefur verið sagt sést glöggt hve fráleitt það er,að kjör aldraðra  hafi verið orðin góð eftir setu ríkisstjórnar Geirs H.Haarde 2007-2008. Þau voru lagfærð en eftir sem áður voru þau óviðunandi Það er búið að hlunnfara aldraða hvað eftir annað.Í kjarasamningunum 1,.feb. 2008 fengu launþegar 16% hækkun en aldraðir fengu þá aðeins 7,4% hækkun. Þeir voru hlunnfarnir Næstu áramót á eftir áttu lífeyrisþegar að fá 20% verðlagsuppbót en 3/4 þeirra fengu þá aðeins 9,6% uppbót.Þeir voru hlunnfarnir .Að  núverandi félagsmálaráðherra skyldi leyfa sér að skerða kjör aldraðra 1.júlí 2009 á þeim forsendum að 412 aldraðir hefðu fengið svo mikla hækkun er furðulegt.Og enn furðulegra er að hann skuli hafa staðið gegn kjarabótum aldraðra, þegar launþegar fengu kauphækkun bæði  í ár .og  sl. ár . alls tæplega  24 .þús. kr. hækkun á mánuði eða um 16%. Það er skylda félagsmálaráðherra að sjá til þess að aldraðir fái sambærilega hækkun á lífeyri og nemur hækkun launþega á kaupi.Það hefur verið viðtekin venja um margra ára skeið,að lífeyrisþegar fengju hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun launa.Raunar er það tekið fram í lögum um almannatryggingar að lífeyrir eigi að hækka til samræmis við hækkun kaupgjalds og verðlags.Ég blæs á þá röksemd að skera þurfi niður í almannatryggingum eins og hjá öðrum stofnunum.Það liggur fyrir að í mörgum ráðuneytum var ekkert skorið niður  og í öðrum jukust útgjöldin.Almannatryggingar og velferðarmál eiga að vera undanskilin niðurskurði.Það verður strax að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja. Og það á í áföngum að afnema allar skerðingar tryggingabóta,vegna lífeyrisgreiðslna,atvinnutekna og fjármagnstekna. Þegar það hefur verið gert þurfa starfsmenn almannatrygginga ekki lengur að sitja við það að reikna út hvað rífa eigi mikinn lífeyri af öldruðum til baka.
 
Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Morgunblaðinu 4.oktober 2010


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016



Vefstjórn