Yfirlit:
Upphafssíða
Pistlar
Æviágrip

Bókaútgáfa

Efst á baugi - æviminningar Björgvins Guðmundssonar


Bætum lífi við árin - greinasafnLífeyrir aldraðra á að vera skattfrjáls

sunnudagur, 25. desember 2005

 

 

Það er mjög ranglátt,að ellilífeyrir skuli vera skattlagður. Ellilífeyrir ætti að vera skattfrjáls,bæði  lífeyrir frá almannatryggingum og  frá lífeyrissjóðum. Segja má,að hér sé um tvísköttun að ræða.Á meðan menn eru í fullri vinnu greiða þeir skatta af atvinnutekjum sínum  til ríkis og sveitarfélaga og byggja upp sjóð í almannatryggingakerfinu til efri ára og  vegna slysa og áfalla,sem geta borið við á lífsleiðinni.Það er því algerlega út í hött,að menn séu einnig látnir greiða skatta af ellilífeyrinum síðustu ár ævi sinnar.Hið sama gildir um lífeyri úr lífeyrissjóðum.Sá lífeyrir ætti einnig að vera skattfrjáls eða a.m.k. ekki með hærri skatti en 10%,þ.e. eins og fjármagnstekjur.

 

 Reynt að fá skattlagningunni hnekkt

 

Einn félagsmanna Félags eldri borgara í Reykjavík fór í prófmál til þess að fá skattlagningu lífeyris úr lífeyrirsjóði hnekkt.Málinu var vísað frá í undirrétti. Lífeyrir úr lífeyrissjóði hefur verið skattlagður með 38,5 % skatti eins og hverjar aðrar atvinnutekjur.Það er alveg fráleitt.Í tengslum við framangreint prófmál reiknaði  tryggingastærðfræðingur út hve mikill hluti af útborguðum lífeyri stefnanda væri uppsafnaðir vextir og verðbætur.Útreikningurinn leiddi í ljós,að uppsafnaðir vextir og verðbætur reyndust 81% af lífeyrinum.Að sjálfsögðu ætti sá hluti  lífeyrisins ekki að bera hærri skatt en 10% eins og aðrar fjármagnstekjur.Lögfróðir menn telja,að ef í framangreindu prófmáli hefði verið farið fram á 10% skattlagningu á 81% lífeyris þá hefði málið unnist. En farið var fram á ,að allri skattlagningu lífeyrisins yrði hnekkt. Ég tel hins vegar,að allur lífeyrir úr lífeyrissjóðum ætti að vera skattfrjáls, bæði með hliðsjón af því að 4/5 hlutar  lífeyrisgreiðslna eru uppsafnaðir vextir og verðbætur og með hliðsjón af því,að lengst af hefur sú regla  gilt,að lífeyrisgreiðslur væru skattlagðar að fullu eins og atvinnutekjur.Á meðan sú regla gilti var um tvísköttun að ræða og svo er enn að verulegu leyti.Mín varatillaga er sú,að allur  lífeyrir úr lífeyrissjóðum beri 10% vexti.

 

Lífeyrir aldraðra er lágur

 

Mikill hluti aldraðra hefur mjög lágar greiðslur úr almannatryggingum og nýtur lítils lífeyris úr lífeyrissjóði. Þetta á við verkamenn,bændur,iðnaðarmenn,einyrkja o.fl.Skattlagning íþyngir mjög þessum bótaþegum. Það er því brýn nauðsyn,að skattlagning ellilífeyris verði afnumin.

 

Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu 23.des. 2005


N�justu pistlarnir:
Ríkið vanræknir hjúkrunarheimilin, 21.8.2018
Hvers vegna er stjórnarskráin brotin á öldruðum og öryrkjum?, 2.8.2018
Bæta þarf kjör aldraðra strax ekki síðar, 19.7.2018
Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara, 21.9.2017
Almannatryggingar fyrsta stoð lífeyriskerfisins, 12.7.2017
Ríkið tók alla "kjarabótina" til baka!, 25.5.2017
Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum, 30.3.2017
Kjör verst settu eldri borgara og öryrkja eru við hungurmörk!, 2.3.2017
Góðærið hefur ekki komið til eldri borgara, 16.2.2017
Eldri borgarar og öryrkjar hafi 400 þúsund á mánuði fyrir skatt!, 2.2.2017
Ríkisstjórnin níðist á kjörum lífeyrisþega!, 1.12.2016
Er búið að mynda stjórn á bak við tjöldin?, 26.11.2016
Fjöldi eldri borgara býr við bág kjör, 16.11.2016
Samfylkingin berjist fyrir launþega og lífeyrisfólk, 15.11.2016
Bæta þarf kjör lífeyrisþega miklu meira en um þessa hungurlús,sem taka á gildi næsta ár, 11.11.2016
Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (ekki bótum), 3.11.2016
Margir eiga erfitt með að draga fram lífið!!, 11.8.2016
Hvaða flokkar styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja?, 5.8.2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum um almannatryggingar, 3.8.2016
Bætir Sigurður Ingi kjör aldraðra?, 8.7.2016
Afnema verður endurkröfur á aldraða og öryrkja vegna ofgreiðslu, 3.7.2016
Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur!, 14.6.2016
Skerðing vegna atvinnutekna aldraðra eykst!, 4.6.2016
Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg, 18.5.2016
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 30%, 2.5.2016
76.greinin gildir einnig fyrir verst stæðu eldri borgara og öryrkja!, 21.4.2016
Sigurður Ingi efni kosningaloforðin við aldraða og öryrkja!, 20.4.2016
Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum, 3.4.2016
Grunnlífeyrir skertur á ný samkvæmt nýjum tillögum ríkisnefndar, 31.3.2016
Lífeyrir aldraðra hjá TR tekinn af þeim við innlögn á hjúkrunarheimili!, 25.2.2016Vefstjórn