
Silfur Egils hóf göngu sína á ný sl. sunnudag eftir sumarhlé. Rætt var um stjórnmálin og m.a. um stólaskiptin. Meðal þátttakenda í þessum fyrsta þætti Egils Helgasonar var Bjarni Harðarson,ritstjóri.Hann mun vera gamall Framsóknarmaður og kunnugur öllu hjá Framsókn. Hann er óhræddur við að segja skoðanir sínar. Hann var spurður um stólaskiptin og sagði,að þau væru alger skrítla. Hann kvað það skrítlu,að formaður Framsóknarflokksins settist nú í sæti forsætisráðherra fyrir tilstuðlan formanns Sjálfstæðisflokksins.Formaður Framsóknar hefði reynt að þóknast Sjálfstæðisflokknum í einu og öllu til þess að fá þennan stól og hann hefði fallið frá flestum helstu stefnumálum flokks síns í þessu skyni.
Valgerður Bjarnadóttir var einnig meðal þátttakenda í þættinum. Hún sagði,að það eina sem stjórnarherrarnir hugsuðu um væri að halda völdum. Stólaskiptin væru til marks um það. Ekkert væri hugsað um málefnin og þau látin reka á reiðanum,sbr. málefni Landspítalans Háskólasjúkrahúss og ítrekuð svik við öryrkja.
|